Sport

Ræddu stóra LeBron James og P. Diddy málið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir Kjartan, Leifur, Hörður og Tómas ræddu stóra LeBron James málið.
Þeir Kjartan, Leifur, Hörður og Tómas ræddu stóra LeBron James málið.

Körfuboltagoðsögnin LeBron James hefur verið fjarverandi í átta daga í NBA deildinni. Hann mætti aftur til leiks í nótt með liðinu.

Gefið var út að James væri í leyfi af persónulegum ástæðum en sumir vilja meina að fjarvera hans hjá Los Angeles Lakers sé komin til vegna vináttu hans við P. Diddy sem situr nú í fangelsi grunaður um margvísleg ofbeldisbrot og kynferðisafbrot.

LeBron mun hafa ítrekað verið staddur í alræmdum partíum hjá Diddy í gegnum árin.

„Enginn hjá Lakers vissi í raun hvenær hann væri að koma til baka,“ segir Hörður Unnsteinsson, körfuboltasérfræðingur í þætti kvöldsins í Lögmáli leiksins sem verður á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta.

„Við sáum það samt alveg í nótt að þetta var augljóslega eitthvað sem LeBron þurfti. Ætli hann hafði ekki bara skotist í frí með fjölskyldunni,“ segir Leifur Steinn Árnason sem telur að fjarvera James tengist ekki P. Diddy.

Hér að neðan má sjá umræðu um málið.

Klippa: Ræddu stóra LeBron James og P. Diddy málið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×