Körfubolti

Frið­rik Ingi hættur með Keflavíkurkonur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson sést hér ræða við Keflavíkurkonur í leik fyrr í vetur.
Friðrik Ingi Rúnarsson sést hér ræða við Keflavíkurkonur í leik fyrr í vetur. vísir/Diego

Friðrik Ingi Rúnarsson mun ekki klára tímabilið með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Friðrik Ingi sagði í dag upp starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks kvenna í Keflavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá Keflavík.

Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var tíu stiga tap á móti Njarðvík um helgina. Það var annað tapið á móti nágrönnum úr Njarðvík á átta dögum.

Þetta var síðasti leikur liðsins á árinu en næsti leikur er ekki fyrr en á nýju ári.

Þetta var fjórða deildatap Keflavíkurkvenna á leiktíðinni en liðið situr í þriðja sætinu með sjö sigra í ellefu leikjum.

Keflavíkurkonur eru þegar búnar að missa af tveimur titlum á tímabilinu. Liðið tapaði leiknum í Meistarakeppninni í upphafi leiktíðar og datt síðan út fyrir Njarðvík í sextán liða úrslitum VÍS bikarsins 7. desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×