Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:33 Justin James í leik með Sacramento Kings á móti Phoenix Suns í janúar 2020. Getty/Christian Petersen Justin James er nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta en um leið hefur félagið látið annan Bandaríkjamenn fara. Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið. Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Handbolti Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Fótbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Fótbolti Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Handbolti Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Enski boltinn Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Handbolti Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Enski boltinn Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Körfubolti Ho You Fat og Jolly á heimleið Sport Fleiri fréttir Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sjá meira
Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Handbolti Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Fótbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Fótbolti Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Handbolti Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Enski boltinn Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Handbolti Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Enski boltinn Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Körfubolti Ho You Fat og Jolly á heimleið Sport Fleiri fréttir Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sjá meira