Fótbolti

Inter á hælum toppliðanna eftir stór­sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolo' Barella fagnar marki sínu fyrir Internazionale í kvöld en Inter menn voru gulir og glaðir í þessum leik í höfuðborginni.
Nicolo' Barella fagnar marki sínu fyrir Internazionale í kvöld en Inter menn voru gulir og glaðir í þessum leik í höfuðborginni. Getty/Image Photo Agency

Internazionale vann óvæntan 6-0 útisigur á Lazio í ítölsku Seríu A deildinni í kvöld.

Inter menn áttu fyrir leikinn tvo leiki inni á topplið deildarinnar, Atalanta og Napoli.

Með þessu sigri komst Inter einu stigi á eftir Naoli og þá er liðið þremur stigum á eftir toppliði Atalanta. Internazionale á leik inni á bæði lið.

Leikurinn sem Internazionale á inni er sá sem var stöðvaður þegar leikmaður Fiorentina hneig niður.

Staðan var markalaust eftir fjörutíu mínútur en þá fékk Inter víti og bætti síðan öðru marki við á lokamínútum fyrri hálfleiks. Tvö mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins gerðu út af við heimamenn sem létu keyra yfir sig í seinni hálfleiknum.

Mörk Internazionale í kvöld skoruðu sex mismunandi leikmenn eða þeir Hakan Calhanoglu (víti, 41. mínúta), Federico Dimarco (45. mínúta), Nicolò Barella (51. mínúta), Denzel Dumfries (53. mínúta), Carlos Augusto (77. mínúta) og Marcus Thuram (90. mínúta).

Lazio var með jafnmörg stig og Inter fyrir leikinn og kemur því þessi stóri skellur nokkuð á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×