Erlent

Þrír látnir eftir skot­á­rás í grunn­skóla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla kom að árásarmanninum látnum á vettvangi.
Lögregla kom að árásarmanninum látnum á vettvangi. AP

Þrír eru látnir eftir skotárás í grunnskóla í Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Sex eru að auki særð, þar af tvö lífshættulega.

Áður var greint frá því að fimm væru látnir en samkvæmt lögreglan á svæðinu hefur gefið út að það væru bara þrír. Nemandi í skólanum skaut kennara og samnemenda sinn til bana. Hann fannst látinn á vettvangi og gerir lögregla ráð fyrir því að hann hafi fyrirfarið sér.

Tony Evers ríkisstjóri Wisconsin-ríkis harmaði árásina á samfélagsmiðlum og þakkaði viðbragðsaðilum skjót viðbrögð.

Guardian hefur eftir lögreglunni í Madison að rannsókn sé þegar hafin og að upplýsingum verði miðlað eftir því sem þær berist. Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu.

Við skólann eru um 400 hundruð nemendur allt frá leikskólaaldri og upp í menntaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×