Enski boltinn

Stuðnings­maður City lést á leiknum gegn United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr Manchester-slagnum á sunnudaginn.
Úr Manchester-slagnum á sunnudaginn. getty/Alex Livesey

Manchester City hefur staðfest að stuðningsmaður liðsins hafi látist á meðan leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni stóð.

„Manchester City er meðvitað um þau skelfilegu tíðindi að einn stuðningsmaður okkar lést á leiknum í gær [í fyrradag]. Hugur allra hjá félaginu eru hjá fjölskyldu og vinum þeirra á þessum erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu frá City.

Ekki liggur fyrir á hvaða aldri stuðningsmaðurinn var eða hvað varð honum að aldurtila.

City tapaði leiknum, 1-2, eftir að hafa verið með forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

City hefur gengið allt í mót síðustu vikurnar og aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×