Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2024 09:59 Huginn eða Muninn. Tveir hrafnar hafa lagt það í vana sinn að elta hópa uppá jökul og snýkja bita. vísir/rax Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX
Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira