Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar 17. desember 2024 12:32 Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar