Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir skrifa 17. desember 2024 13:32 Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar