Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 17:10 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, sem gefur lítið fyrir útskýringar og umkvörtunarefni SVEIT. Þar er í forsvari framkvæmdastjórinn Aðalgeir Ásvaldsson, sem telur aðferði Eflingar til að ná sínu fram ekki vera til útflutnings. Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. Efling gefur lítið fyrir yfirlýsingar Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, um að kjarasamningur samtakanna við stéttarfélagið Virðingu hafi verið gerður tortryggilegur. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að forsvarsmenn SVEIT geti sjálfum sér um kennt í þeim efnum, og að umræddur samningur feli í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. SVEIT hvetur Eflingu til að láta af „ofbeldisfullum aðgerðum og hótunum“. Í dag var haft eftir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, að Efling beitti hótunum og héldi fram ósannindum í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeim fullyrðingum var svarað, og sagt að forsvarsmenn SVEIT gætu sjálfum sér kennt um að samningur samtakanna við Virðingu hefði verið „gerður tortryggilegur“. Í honum væri að finna fjölda alvarlega brota gegn lögum um lágmarksréttindi fólks á vinnumarkaði. SVEIT hefðu sjálf viðurkennt ágalla samningsins með yfirlýsingu í síðustu viku, þar sem kom fram að samtökin teldu sig nauðbeygð til að endurskoða samninginn. Fara ítarlega í tengsl SVEIT og Virðingar Í yfirlýsingu Eflingar eru tengsl milli SVEIT og Virðingar tíunduð, auk þeirrar staðreyndar að SVEIT hafi haldið því fram að samtökin hafi að engu leyti komið að stofnun Virðingar. „Í stjórn Virðingar situr Jóhann Stefánsson, þekktur veitingahúsarekandi sem á liðnum árum hefur átt og rekið veitingastaði á Akureyri, svo sem Hamborgarafabrikkuna, Lemon og nú síðast Litlu mathöllina. Að minnsta kosti tvö af fyrirtækjum Jóhanns eru á félagatali SVEIT sem lagt var fram í Félagsdómi þann 11.9.2023,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Jóhann hefur bent á að hann sé ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar síðan í febrúar síðastliðnum. Í yfirlýsingu Eflingar segir einnig að í stjórn Virðingar sitji Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Hún sé maki Styrmis Bjarka Smárasonar, rekstrarstjóra Fiskmarkaðarins, sem sé í hópi aðildarfyrirtækja SVEIT, og í eigu Hrefnu Rósu Sætran. „Jóhanna situr í stjórnum fleiri veitingafyrirtækja ásamt Styrmi og Hrefnu Rósu. Maki Hrefnu Rósu er Björn Árnason sem er eigandi Skúla Craft Bar, enn annars aðildarfyrirtækis SVEIT. Björn er formaður stjórnar SVEIT,“ segir í tilkynningunni. Björn er titlaður formaður stjórnar SVEIT á vefsíðu samtakanna. „Svik og prettir“ Í yfirlýsingu Eflingar segir jafnframt að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda ROK, sitji í varastjórn SVEIT. Hrefna hafi þangað til nýlega verið í stjórn SVEIT. „Í varastjórn Virðingar situr einnig Herborg Sveinbjörnsdóttir, rekstrarstjóri Mathúss Garðabæjar. Mathús Garðabæjar er aðildarfyrirtæki að SVEIT.“ „Svokallaður „kjarasamningur“ milli Virðingar og SVEIT á því ekkert skylt við réttnefnda kjarasamninga, þar sem fulltrúar verkafólks og atvinnurekanda gæta hvor sinna hagsmuna. Um er að ræða svik og pretti þar sem hópur atvinnurekanda semur við sjálfan sig um kjör starfsfólks, með milligöngu gervistéttarfélags þar sem þeir sjálfir sitja í stjórn ásamt mökum sínum og börnum,“ segir í tilkynningunni. Engar upplýsingar er að finna um varastjórnir SVEIT eða Virðingar á vefsíðum þeirra. „Hálmstrá“ sem gripið sé í Þá segir í yfirlýsingu Eflingar að fullyrðingar SVEIT um að með samningi við Virðingu sé verið að „styrkja dagvinnu“ séu lítið annað en „hálmstrá“ sem gripið sé til. „Fóturinn fyrir þessari fullyrðingu er væntanlega sú að við upphaf samningstíma verða grunnlaun fyrir dagvinnu um 3% hærri en í kjarasamningi Eflingar við SA. Líkt og með annað sem varðar Virðingu og SVEIT er um að ræða ósannindi. Grunnlaun fyrir dagvinnu í gervikjarasamningi þeirra fara lækkandi á samningstíma samanborið við taxta Eflingar, og verða 6% lægri þegar komið er fram á árið 2027. Þetta má sjá skýrt í eftirfarandi töflu.“ Í töflunni er átt við grunnlaun fyrir dagvinnu, en bent er á að megnið af störfum fólks í veitingageiranum fari fram í vaktavinnu um kvöld og helgar. „Tilraunir SVEIT til kjaraskerðingar beinast mestmegnis að vinnu utan dagvinnutíma. Í kjarasamningi SVEIT er dagvinnutímabil lengt um 3 klukkutíma á virkum dögum og jafnframt látið ná yfir laugardaga. Efling hefur áður birt útreikninga sem sýna að þetta myndi leiða til 10% lækkunar á heildarlaunum fyrir fullvinnandi einstakling á algengu vaktafyrirkomulagi.“ Sögð á harðahlaupum frá sjálfum sér Þá segir í tilkynningu Eflingar að athyglisvert sé að upplýsingar um forsvarsmenn Virðingar og SVEIT breytist dag frá degi. „Virðing titlaði Valdimar Leó Friðriksson sem framkvæmdastjóra félagsins á vefsíðu sinni í nóvember, en hefur nú bætt við fyrirvara um að hann hefji ekki störf fyrr en í janúar 2025. Virðing hefur jafnframt fjarlægt nafn Jóhönnu Húnfjörð af vefsíðu sinni, og nefnir aðeins Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og Jóhann Stefánsson úr röðum stjórnarmanna.“ Þá hafi Hrefna Björk Sverrisdóttir verið titluð stjórnarformaður SVEIT á vefsíðu samtakanna í nóvember, en formennskan í desember færst á Björn Árnason, eiganda Skúla Craft Bar og maka Hrefnu Sætran eiganda Fiskmarkaðarins. „Nýjustu vendingar eru þær að í dag 17. desember hefur nafn Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur verið fjarlægt úr hópi stjórnarmanna á vefsíðunni. Svo virðist því sem að forsvarsmenn SVEIT og vitorðsmenn þeirra í gervistéttarfélaginu Virðinu séu á harðahlaupum undan sjálfum sér.“ Úrsögnum rigni inn Í tilkynningunni segir þá að Efling hafi sent erindi til forsvarsmanna þeirra 123 veitingastaða sem séu aðilar að SVEIT. Viðbrögð hafi borist frá flestum, eða 87. Þar af hafi 82 lýst því yfir að þeir muni fylgja samningi Eflingar við SA. Jafnframt hafi 38 fyrirtæki lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða séu í úrsagnarferli. Enn sé Efling að taka við tilkynningum frá veitingahúsum um úrsagnir úr SVEIT eða staðfestingu á því að samningi við Virðingu verði ekki fylgt. „Efling hvetur forsvarsmenn veitingastaða sem eru eða hafa verið í SVEIT til að setja sig í samband við félagið hafi þeir ekki þegar gert það. Efling lýstir mikilli ánægju með jákvæð viðbrögð veitingamanna við erindum félagsins, þar sem fram hefur komið með skýrum hætti að meirihluti þeirra hyggjast virða lög, reglu og heiðarlega framgöngu á íslenskum vinnumarkaði.“ Efling haldi við ósannindi Í framhaldi af yfirlýsingu Eflingar í dag hefur SVEIT sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Efling „haldi enn við ósannindi í nýrri yfirlýsingu“ og að forsvarsmönnum félagsins virðist erfitt að viðurkenna að hafa misstigið sig í málflutningi. „Í yfirlýsingu Eflingar er gert mikið úr ættfræði og tilraunir gerðar til að rekja aftur tengsl einstakra Íslendinga, en slíkt er ekki erfitt á jafn litlu landi. Það að tengjast veitingageiranum með einum eða öðrum hætti, í nútíð eða fortíð, er gert tortryggilegt og virðast forsvarsmenn Eflingar fitna eins og púkinn á fjósbitanum við að gera ættartölur innan geirans. Og því miður virðist ættfræði ekki liggja betur fyrir fulltrúum Eflingar en afskipti af kjarasamningum annarra aðila, enda eru óskiljanlegar staðreyndarvillur að finna í upptalningu nafna og setu í stjórnum,“ segir í yfirlýsingu SVEIT. Ekki er bent á hvað sé rangt í þeim efnum í yfirlýsingu Eflingar. Minna fari fyrir málefnalegum svörum við gagnrýni á „ofbeldisfullar aðgerðir og hótanir Eflingar í garð þeirra sem dirfast að semja um kaup og kjör án aðkomu verkalýðsfélagsins Eflingar.“ „Harðri gagnrýni Eflingar á einstök atriði í kjarasamningi SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar var fylgt eftir með beinum hótunum um harkalegar aðgerðir gegn rekstri veitingahúsa og afkomu starfsmanna þeirra, en talsvert hugarflug þarf til að snúa út úr einstökum atriðum samningsins og hrópa svo á torgum að um lögbrot sé að ræða.“ „Áróður og árásir“ Þrátt fyrir það vilji Efling ekki fara lagalega lið til þess að sýna fram á hin meintu lögbrot, heldur skuli knésetja þau fyrirtæki sem dirfðust að semja án aðkomu Eflingar. „Í þeirri von að skapa frið á viðkvæmum markaði, samþykkti stjórn SVEIT að endurskoða ákveðin atriði kjarasamningsins, aðallega í því skyni að útskýra betur hið Norræna rekstrarmódel veitingastaða og þá afstöðubreytingu að gera betur við fastráðna starfsmenn en ungt lausafólk sem tekur stakar vaktir. Leiðir þetta til þess að fastráðnir starfsmenn fá hækkun um 150.000 – 200.000 krónur á ári. Endurskoðun kjarsamningsins stendur nú yfir og má búast við niðurstöðu innan fárra daga.“ „Eins og áður hefur komið fram hefur Efling gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna veitingageirans greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda þær miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í niðurlagi yfirlýsingar SVEIT. Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Efling gefur lítið fyrir yfirlýsingar Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, um að kjarasamningur samtakanna við stéttarfélagið Virðingu hafi verið gerður tortryggilegur. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að forsvarsmenn SVEIT geti sjálfum sér um kennt í þeim efnum, og að umræddur samningur feli í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. SVEIT hvetur Eflingu til að láta af „ofbeldisfullum aðgerðum og hótunum“. Í dag var haft eftir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, að Efling beitti hótunum og héldi fram ósannindum í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeim fullyrðingum var svarað, og sagt að forsvarsmenn SVEIT gætu sjálfum sér kennt um að samningur samtakanna við Virðingu hefði verið „gerður tortryggilegur“. Í honum væri að finna fjölda alvarlega brota gegn lögum um lágmarksréttindi fólks á vinnumarkaði. SVEIT hefðu sjálf viðurkennt ágalla samningsins með yfirlýsingu í síðustu viku, þar sem kom fram að samtökin teldu sig nauðbeygð til að endurskoða samninginn. Fara ítarlega í tengsl SVEIT og Virðingar Í yfirlýsingu Eflingar eru tengsl milli SVEIT og Virðingar tíunduð, auk þeirrar staðreyndar að SVEIT hafi haldið því fram að samtökin hafi að engu leyti komið að stofnun Virðingar. „Í stjórn Virðingar situr Jóhann Stefánsson, þekktur veitingahúsarekandi sem á liðnum árum hefur átt og rekið veitingastaði á Akureyri, svo sem Hamborgarafabrikkuna, Lemon og nú síðast Litlu mathöllina. Að minnsta kosti tvö af fyrirtækjum Jóhanns eru á félagatali SVEIT sem lagt var fram í Félagsdómi þann 11.9.2023,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Jóhann hefur bent á að hann sé ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar síðan í febrúar síðastliðnum. Í yfirlýsingu Eflingar segir einnig að í stjórn Virðingar sitji Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Hún sé maki Styrmis Bjarka Smárasonar, rekstrarstjóra Fiskmarkaðarins, sem sé í hópi aðildarfyrirtækja SVEIT, og í eigu Hrefnu Rósu Sætran. „Jóhanna situr í stjórnum fleiri veitingafyrirtækja ásamt Styrmi og Hrefnu Rósu. Maki Hrefnu Rósu er Björn Árnason sem er eigandi Skúla Craft Bar, enn annars aðildarfyrirtækis SVEIT. Björn er formaður stjórnar SVEIT,“ segir í tilkynningunni. Björn er titlaður formaður stjórnar SVEIT á vefsíðu samtakanna. „Svik og prettir“ Í yfirlýsingu Eflingar segir jafnframt að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda ROK, sitji í varastjórn SVEIT. Hrefna hafi þangað til nýlega verið í stjórn SVEIT. „Í varastjórn Virðingar situr einnig Herborg Sveinbjörnsdóttir, rekstrarstjóri Mathúss Garðabæjar. Mathús Garðabæjar er aðildarfyrirtæki að SVEIT.“ „Svokallaður „kjarasamningur“ milli Virðingar og SVEIT á því ekkert skylt við réttnefnda kjarasamninga, þar sem fulltrúar verkafólks og atvinnurekanda gæta hvor sinna hagsmuna. Um er að ræða svik og pretti þar sem hópur atvinnurekanda semur við sjálfan sig um kjör starfsfólks, með milligöngu gervistéttarfélags þar sem þeir sjálfir sitja í stjórn ásamt mökum sínum og börnum,“ segir í tilkynningunni. Engar upplýsingar er að finna um varastjórnir SVEIT eða Virðingar á vefsíðum þeirra. „Hálmstrá“ sem gripið sé í Þá segir í yfirlýsingu Eflingar að fullyrðingar SVEIT um að með samningi við Virðingu sé verið að „styrkja dagvinnu“ séu lítið annað en „hálmstrá“ sem gripið sé til. „Fóturinn fyrir þessari fullyrðingu er væntanlega sú að við upphaf samningstíma verða grunnlaun fyrir dagvinnu um 3% hærri en í kjarasamningi Eflingar við SA. Líkt og með annað sem varðar Virðingu og SVEIT er um að ræða ósannindi. Grunnlaun fyrir dagvinnu í gervikjarasamningi þeirra fara lækkandi á samningstíma samanborið við taxta Eflingar, og verða 6% lægri þegar komið er fram á árið 2027. Þetta má sjá skýrt í eftirfarandi töflu.“ Í töflunni er átt við grunnlaun fyrir dagvinnu, en bent er á að megnið af störfum fólks í veitingageiranum fari fram í vaktavinnu um kvöld og helgar. „Tilraunir SVEIT til kjaraskerðingar beinast mestmegnis að vinnu utan dagvinnutíma. Í kjarasamningi SVEIT er dagvinnutímabil lengt um 3 klukkutíma á virkum dögum og jafnframt látið ná yfir laugardaga. Efling hefur áður birt útreikninga sem sýna að þetta myndi leiða til 10% lækkunar á heildarlaunum fyrir fullvinnandi einstakling á algengu vaktafyrirkomulagi.“ Sögð á harðahlaupum frá sjálfum sér Þá segir í tilkynningu Eflingar að athyglisvert sé að upplýsingar um forsvarsmenn Virðingar og SVEIT breytist dag frá degi. „Virðing titlaði Valdimar Leó Friðriksson sem framkvæmdastjóra félagsins á vefsíðu sinni í nóvember, en hefur nú bætt við fyrirvara um að hann hefji ekki störf fyrr en í janúar 2025. Virðing hefur jafnframt fjarlægt nafn Jóhönnu Húnfjörð af vefsíðu sinni, og nefnir aðeins Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og Jóhann Stefánsson úr röðum stjórnarmanna.“ Þá hafi Hrefna Björk Sverrisdóttir verið titluð stjórnarformaður SVEIT á vefsíðu samtakanna í nóvember, en formennskan í desember færst á Björn Árnason, eiganda Skúla Craft Bar og maka Hrefnu Sætran eiganda Fiskmarkaðarins. „Nýjustu vendingar eru þær að í dag 17. desember hefur nafn Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur verið fjarlægt úr hópi stjórnarmanna á vefsíðunni. Svo virðist því sem að forsvarsmenn SVEIT og vitorðsmenn þeirra í gervistéttarfélaginu Virðinu séu á harðahlaupum undan sjálfum sér.“ Úrsögnum rigni inn Í tilkynningunni segir þá að Efling hafi sent erindi til forsvarsmanna þeirra 123 veitingastaða sem séu aðilar að SVEIT. Viðbrögð hafi borist frá flestum, eða 87. Þar af hafi 82 lýst því yfir að þeir muni fylgja samningi Eflingar við SA. Jafnframt hafi 38 fyrirtæki lýst því yfir að þau hafi sagt sig úr SVEIT eða séu í úrsagnarferli. Enn sé Efling að taka við tilkynningum frá veitingahúsum um úrsagnir úr SVEIT eða staðfestingu á því að samningi við Virðingu verði ekki fylgt. „Efling hvetur forsvarsmenn veitingastaða sem eru eða hafa verið í SVEIT til að setja sig í samband við félagið hafi þeir ekki þegar gert það. Efling lýstir mikilli ánægju með jákvæð viðbrögð veitingamanna við erindum félagsins, þar sem fram hefur komið með skýrum hætti að meirihluti þeirra hyggjast virða lög, reglu og heiðarlega framgöngu á íslenskum vinnumarkaði.“ Efling haldi við ósannindi Í framhaldi af yfirlýsingu Eflingar í dag hefur SVEIT sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Efling „haldi enn við ósannindi í nýrri yfirlýsingu“ og að forsvarsmönnum félagsins virðist erfitt að viðurkenna að hafa misstigið sig í málflutningi. „Í yfirlýsingu Eflingar er gert mikið úr ættfræði og tilraunir gerðar til að rekja aftur tengsl einstakra Íslendinga, en slíkt er ekki erfitt á jafn litlu landi. Það að tengjast veitingageiranum með einum eða öðrum hætti, í nútíð eða fortíð, er gert tortryggilegt og virðast forsvarsmenn Eflingar fitna eins og púkinn á fjósbitanum við að gera ættartölur innan geirans. Og því miður virðist ættfræði ekki liggja betur fyrir fulltrúum Eflingar en afskipti af kjarasamningum annarra aðila, enda eru óskiljanlegar staðreyndarvillur að finna í upptalningu nafna og setu í stjórnum,“ segir í yfirlýsingu SVEIT. Ekki er bent á hvað sé rangt í þeim efnum í yfirlýsingu Eflingar. Minna fari fyrir málefnalegum svörum við gagnrýni á „ofbeldisfullar aðgerðir og hótanir Eflingar í garð þeirra sem dirfast að semja um kaup og kjör án aðkomu verkalýðsfélagsins Eflingar.“ „Harðri gagnrýni Eflingar á einstök atriði í kjarasamningi SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar var fylgt eftir með beinum hótunum um harkalegar aðgerðir gegn rekstri veitingahúsa og afkomu starfsmanna þeirra, en talsvert hugarflug þarf til að snúa út úr einstökum atriðum samningsins og hrópa svo á torgum að um lögbrot sé að ræða.“ „Áróður og árásir“ Þrátt fyrir það vilji Efling ekki fara lagalega lið til þess að sýna fram á hin meintu lögbrot, heldur skuli knésetja þau fyrirtæki sem dirfðust að semja án aðkomu Eflingar. „Í þeirri von að skapa frið á viðkvæmum markaði, samþykkti stjórn SVEIT að endurskoða ákveðin atriði kjarasamningsins, aðallega í því skyni að útskýra betur hið Norræna rekstrarmódel veitingastaða og þá afstöðubreytingu að gera betur við fastráðna starfsmenn en ungt lausafólk sem tekur stakar vaktir. Leiðir þetta til þess að fastráðnir starfsmenn fá hækkun um 150.000 – 200.000 krónur á ári. Endurskoðun kjarsamningsins stendur nú yfir og má búast við niðurstöðu innan fárra daga.“ „Eins og áður hefur komið fram hefur Efling gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna veitingageirans greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda þær miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í niðurlagi yfirlýsingar SVEIT.
Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira