Ákærður fyrir sjöunda morðið Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 16:03 Rex Heuermann í dómsal í Suffolksýslu í New York í dag. AP/James Carbone Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Líkamsleifar hennar fundust árið 2011 en New York Times segir saksóknara hafa haldið því fram í dag að hár sem fannst á líkamsleifum hennar hafi innihaldið erfðaefni sem samsvari erfðaefni Vitoriu, dóttur Heuermann og Ásu Ellerup, sem er íslensk. Ása sótti um skilnað eftir að hann var handtekinn og ákærður í fyrra en er enn sögð heimsækja Heuermann reglulega. Sjá einnig: Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Hann var upprunalega ákærður fyrir að myrða þrjár konur í Gilgo Beach málinu svokallaða. Hann var síðar ákærður fyrir að myrða fjórðu konuna og í sumar var síðan tveimur morðum til viðbótar bætt við. Valeri Mack hvarf um vorið 2000 og líkamsleifar hennar fundust ellefu árum síðar. Nú segir lögrelgan að lífsýni úr hári sem fannst á líkamsleifunum samsvari erfðamengi dóttur Rex Heuermann og Ásu Ellerup.AP/Lögreglan í Suffolksýslu Í heildina er Heuermann sakaður um að hafa myrt sex konur en mun fleiri lík fundust á svæðinu og er til rannsóknar hvort Heuermann tengist þeim einnig. Lík fjögurra kvenna fundust á Gilgo Beach árið 2010. Það voru þær Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009, Megan Waterman sem hvarf árið 2010 og Amber Costello sem hvarf sama ár. Þar að auki var hann ákærður fyrir að myrða Maureen Brainard-Barnes, sem hvarf árið 2007. Síðar fundust fleiri líkamsleifar á svæðinu sem ekki hefur tekist að tengja við mál Heuermann. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“ og hafa vakið gífurlega athygli vestanhafs. Sagður hafa lagt á ráðin í skjali Saksóknarar hafa bendlað Heuermann við morðin með símagögnum, lífsýnum og sögu hans á internetinu. Þá segjast rannsakendur hafa fundið skjal á tölvu hans, þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Í frétt NYT segir að skjalið bendi til þess að Heuermann hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja það ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Heuermann hafi lifað tvöföldu lífi. Hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Heuermann hefur lýst yfir sakleysi sínu í hinum sex málunum og gerði hann það sama varðandi nýjustu ákærurnar í dómsal í morgun. Hann hefur setið í varðhaldi frá því hann var upprunalega handtekinn en dómarinn í málinu er sagður vonast til þess að réttarhöldin geti hafist á næsta ári.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Erlend sakamál Tengdar fréttir Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21 Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41 Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Tvær ákærur bætast við í máli Rex Heuermann Rex Heuermann verður ákærður fyrir tvö manndráp til viðbótar í dag fyrir dómstóli í New York en ákærurnar gegn Heuermann verða því sex talsins. Þetta herma heimildir fréttastofu News 12 á Long Island. 6. júní 2024 11:21
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15. mars 2024 06:41
Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. 15. janúar 2024 15:48