Handbolti

Haukur og fé­lagar unnu bar­áttuna um Búkarest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í Meistaradeildinni.
Haukur Þrastarson í leik með rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í Meistaradeildinni. Getty/Andrzej Iwanczuk

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fagnaði í kvöld sigri með liðsfélögum sínum í Dinamo Búkarest í rúmensku handboltadeildinni.

Haukur og félagar í Dinamo unnu þá sex marka útisigur á nágrönnum sínum í CSM Búkakrest, 29-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Þetta var síðasti leikurinn á árinu og eftir þennan sigur þá er Dinamo liðið taplaust á toppnum með þrettán sigri og eitt jafntefli í fjórtán leikjum.

Liðið er með 40 stig og sex stigum meira en Minaur Baia Mare sem hefur samt leikið einum leik meira.

Haukur er á sínu fyrsta tímabili með liðinu en getur nú farið að undirbúa sig fyrir verkefni með íslenska landsliðinu. Það búast flestir við því að hann verði í HM-hópi Snorra Steins Guðjónssonar.

Úrslitin þýða jafnframt að Dinamo tapaði ekki leik heima í Rúmeníu á árinu.

Úkraínumaðurinn Andrii Akimenko var markahæstur með átta mörk úr átta skotum en Haukur skoraði tvö mörk auk þess að eiga eitthvað af stoðsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×