Sport

Dag­skráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mo Salah og félagar í Liverpool geta komist í undanúrslit enska deildabikasins í kvöld.
Mo Salah og félagar í Liverpool geta komist í undanúrslit enska deildabikasins í kvöld. Getty/ MI News

Það eru beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

ÍR-ingar hafa verið eitt heitasta lið Bónus deildar karla í körfubolta síðustu vikur og Breiðhyltingar geta unnið fimmta leikinn í röð þegar þeir fá Hauka í heimsókn.

Kvennakarfan er að spila síðustu umferðina fyrir jól og síðasti leikurinn í Bónus deild kvenna á árinu er í beinni í kvöld. Öll umferðin verður síðan gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir leik.

Það verður einnig sýndur beint leikur Southampton og Liverpool í átta liða úrslitum enska deildarbikarnum, Carabao bikarnum, en leikurinn fer fram á heimavelli Southampton. Undanúrslitasæti í boði.

Kvöldið endar svo með leik úr íshokkí deildinni í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Vals og Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.10 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir elleftu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik ÍR og Haukar í Bónus deild karla í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 19.55 hefst útsending frá leik Southampton og Liverpool í enska deildabikarnum svokölluðum Carabao bikar.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Detroit Red Wings og Philadelphia Flyers í NHL deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×