Erlent

Mangione á­kærður fyrir morðið á for­stjóranum

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Luigi Mangione.
Luigi Mangione. Getty/Jeff Swensen

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare, bana hefur verið ákærður fyrir manndráp af héraðssaksóknara í New York-borg. 

Fréttastofa BBC greinir frá. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York-borg, 4. desember, þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Mangione er gefið að sök að hafa skotið hann til bana og flúið vettvang á hjóli í Central Park-almenningsgarð.

Mangione fannst loks á McDonal's stað í Altoona í Pennsylvaníu-ríki um fimm dögum síðar þar sem hann var handtekinn og færður í skýrslutöku.  Alvin Bragg, hérðassakstóknari á Manhattan-eyju í New York segir að einn ákæruliðurinn felli morðið undir hryðjuverk. 

Bragg sagði morðið vera ógnvænlegt, þaulskipulagt og markvíst. Mangione verður dreginn fyrir dóm á fimmtudaginn. Þar verður rætt hvort hann verði færður í fangelsi í New York. Þegar Mangione var handtekinn var hann með skotvopn og fölskuð skilríki í fórum sínum.

Lögmaður Mangione, Thomas Dickey, segist ekki hafa séð neinar vísbendingar sem bendli skotvopn umbjóðanda síns við málið. Dickey segist ætla mótmæla harðlega áformum um að Mangione verði færður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×