Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2024 21:00 Það gerðist tvisvar í leiknum að Everage Richardson skildi Tómas Orra eftir liggjandi á gólfinu með brotna ökkla. vísir / anton Eftir fjóra sigurleiki í röð tapaði ÍR gegn botnliði Hauka, 93-96. Haukar leiddu nánast allan leikinn, voru svo næstum því búnir að kasta sigrinum frá sér undir lokin en tókst að vinna, í annað sinn á tímabilinu. Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld, samningi hans og Tysons Jolly var sagt upp á dögunum. Sá síðarnefndi var ekki skráður á skýrslu í kvöld en sat samt af einhverjum ástæðum á varamannabekknum, í búning og með reimaða skó. Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld.vísir / anton Ho You Fat var staðráðinn í að klára síðasta leikinn af krafti og byrjaði á nokkrum sterkum stigum í kvöld. Everage Richardson naut sín líka vel á vellinum, með töluvert meira frelsi en áður, og fékk að taka fullt af skotum. Haukar hristu sig saman og unnu annan sigurinn á tímabilinu. vísir / anton Haukar tóku þannig forystuna í upphafi og héldu henni lengi. ÍR byrjaði á afturfótunum en eftir leikhlé og skiptingar, þegar Björgvin Hafþór og Dani Koljanin komu inn um miðjan fyrsta leikhluta, fóru hlutirnir að ganga betur og jafnvægi var meðal liðanna. ÍR byrjaði illa en fór að ganga betur eftir leikhlé í fyrsta leikhluta. vísir / anton Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur komið af krafti inn í lið ÍR. vísir / anton ÍR-ingar lentu aldrei langt á eftir gestunum en stífnuðu alltaf upp og tóku skrítnar ákvarðanir þegar þeir komust nálægt því að taka forystuna. Staðan í hálfleik 48-51 fyrir Haukum. Sagan var sú sama í seinni hálfleik. ÍR átti góð áhlaup en alltaf þegar þeir virtust ætla að jafna tóku Haukar fram úr aftur. vísir / anton vísir / anton Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta sem ÍR komst loksins yfir. Fyrirliði liðsins, Hákon Örn, var þá nýbúinn að minnka muninn með þriggja stiga skoti þegar varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu. ÍR setti skotið og minnkaði muninn í eitt stig, hélt boltanum og komst svo stigi yfir, 93-92. Í næstu sókn tókst Steven Verplancken að keyra á körfuna og koma Haukum aftur yfir, 93-94. ÍR hafði þá tuttugu sekúndur í lokasókninni til að jafna eða komast yfir en missti boltann, og leikinn í leiðinni, frá sér. Haukar refsuðu og komust þremur stigum yfir, ÍR reyndi svo örvæntingarskot þegar lokaflautið gall, sem datt ekki niður, og 93-96 sigur Hauka í hús. Stjörnur og skúrkar Steeve Ho You Fat kvaddi Hauka með látum, þeirra besti maður í kvöld á eftir Everage Richardson sem endaði stigahæstur með 32 stig. Seppe D‘espallier var eiginlega sá eini í Haukaliðinu sem náði sér ekki almennilega á strik sóknarlega í kvöld, slök skotnýting og tapaði boltanum oft en bætti upp fyrir það með flottum varnarleik. Hjá ÍR var Matej Kavas að setja stór skot. Björgvin Hafþór og Dani Koljanin komu öflugir inn af bekknum, fyrir Zarko Jukic og Tómas Orra sem áttu ekkert sérstakan leik. Tómasi gekk sérstaklega illa að dekka Everage Richardson og settist á bekkinn með margbrotna ökkla. Steeve Ho You Fat og Dani Koljanin berjast um boltann. Sá síðarnefndi meiddist í fjórða leikhluta en kom aftur inn á gólf í síðustu sókn leiksins. vísir / anton Dómarar Kristinn Óskarsson, Jón Þór og Bjarni Hlíðkvist mynduðu þríeykið í kvöld. Lítið út á þeirra leik að setja. vísir / anton Risastór ákvörðun að gefa tæknivillu á bekk Hauka þegar minna en mínúta var eftir, en rétt ákvörðun engu að síður. Vel haldið utan um hlutina. vísir / anton Stemning og umgjörð Gríðarleg stemning í Ghetto Hooligans. Gæsahúð þegar Í síðasta skipti var spilað fyrir leik og allir sungu með. Góð læti allan leikinn, stuð og stemning eins og á að vera. Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar. „Alltaf þegar við þurftum einhver klókindi gerðum við byrjendamistök“ Borche Ilievski, þjálfari ÍR.vísir / anton „Þetta var ekki það sem við bjuggumst við en við þurfum að sætta okkur við raunveruleikann: Haukar voru betra liðið í kvöld. Þeir börðust og áttu einhverja orku sem mitt lið sýndi ekki, þannig að þeir áttu sigurinn skilið,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leik. „Ég sagði við leikmennina að við vorum okkar versti óvinur í kvöld. Alltaf þegar við þurftum einhver klókindi gerðum við byrjendamistök eða gáfum þeim auðveld stig. Við byrjuðum leikinn illa og ég gagnrýndi mína menn fyrir það. Við héldum okkur ekki við leikplanið og ákefðin var ekki til staðar. Þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða við mína menn,“ hélt hann svo áfram. Borche hefur breytt töluvert til í leikmannahópnum eftir að hann tók við störfum en það verða líklega ekki fleiri breytingar. „Ég reikna ekki með því. Ég mun fara yfir málin með stjórninni og sjá hvort við þurfum að styrkja liðið en ég hef fulla trú á strákunum eins og er. Það voru nokkrir lykilleikmenn sem spiluðu ekki eins vel og þeir þurfa í kvöld.“ Einn þeirra sem hefur komið til liðsins nýlega, Dani Koljanin frá KR, meiddist í kvöld og sat nánast allan fjórða leikhluta. „Ég held að hann hafi brákað bein í ökkla en vona að hann verði í lagi. Hann vildi allavega láta skipta sér inn á í lokasókninni, sem ætti að vera gott merki.“ ÍR lýkur fyrri hluta tímabilsins með fjóra sigra og sjö töp, sem verður að teljast nokkuð gott miðað við byrjun liðsins. ÍR er ekki lengur í fallsæti og gæti barist um sæti í úrslitakeppninni eftir áramót. „Ekki spurning, það er okkar markmið. Við fáum smá tíma núna til að hvíla og endurheimta orku, jafna okkur af meiðslum og leggjast yfir leikplanið. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leik eftir áramót gegn Grindavík, við vitum hvað þeir geta. En eins og ég hef sagt frá upphafi verðum við að trúa því að við getum unnið öll lið og mæta með mikla orku í leikina. Ég held líka að okkur gangi betur þegar við erum ólíklegri aðilinn (e. underdogs), í kvöld vorum við liðið sem var líklegra til að vinna en sýndum litla orku og ekki okkar bestu frammistöðu,“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Haukar
Eftir fjóra sigurleiki í röð tapaði ÍR gegn botnliði Hauka, 93-96. Haukar leiddu nánast allan leikinn, voru svo næstum því búnir að kasta sigrinum frá sér undir lokin en tókst að vinna, í annað sinn á tímabilinu. Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld, samningi hans og Tysons Jolly var sagt upp á dögunum. Sá síðarnefndi var ekki skráður á skýrslu í kvöld en sat samt af einhverjum ástæðum á varamannabekknum, í búning og með reimaða skó. Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld.vísir / anton Ho You Fat var staðráðinn í að klára síðasta leikinn af krafti og byrjaði á nokkrum sterkum stigum í kvöld. Everage Richardson naut sín líka vel á vellinum, með töluvert meira frelsi en áður, og fékk að taka fullt af skotum. Haukar hristu sig saman og unnu annan sigurinn á tímabilinu. vísir / anton Haukar tóku þannig forystuna í upphafi og héldu henni lengi. ÍR byrjaði á afturfótunum en eftir leikhlé og skiptingar, þegar Björgvin Hafþór og Dani Koljanin komu inn um miðjan fyrsta leikhluta, fóru hlutirnir að ganga betur og jafnvægi var meðal liðanna. ÍR byrjaði illa en fór að ganga betur eftir leikhlé í fyrsta leikhluta. vísir / anton Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur komið af krafti inn í lið ÍR. vísir / anton ÍR-ingar lentu aldrei langt á eftir gestunum en stífnuðu alltaf upp og tóku skrítnar ákvarðanir þegar þeir komust nálægt því að taka forystuna. Staðan í hálfleik 48-51 fyrir Haukum. Sagan var sú sama í seinni hálfleik. ÍR átti góð áhlaup en alltaf þegar þeir virtust ætla að jafna tóku Haukar fram úr aftur. vísir / anton vísir / anton Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta sem ÍR komst loksins yfir. Fyrirliði liðsins, Hákon Örn, var þá nýbúinn að minnka muninn með þriggja stiga skoti þegar varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu. ÍR setti skotið og minnkaði muninn í eitt stig, hélt boltanum og komst svo stigi yfir, 93-92. Í næstu sókn tókst Steven Verplancken að keyra á körfuna og koma Haukum aftur yfir, 93-94. ÍR hafði þá tuttugu sekúndur í lokasókninni til að jafna eða komast yfir en missti boltann, og leikinn í leiðinni, frá sér. Haukar refsuðu og komust þremur stigum yfir, ÍR reyndi svo örvæntingarskot þegar lokaflautið gall, sem datt ekki niður, og 93-96 sigur Hauka í hús. Stjörnur og skúrkar Steeve Ho You Fat kvaddi Hauka með látum, þeirra besti maður í kvöld á eftir Everage Richardson sem endaði stigahæstur með 32 stig. Seppe D‘espallier var eiginlega sá eini í Haukaliðinu sem náði sér ekki almennilega á strik sóknarlega í kvöld, slök skotnýting og tapaði boltanum oft en bætti upp fyrir það með flottum varnarleik. Hjá ÍR var Matej Kavas að setja stór skot. Björgvin Hafþór og Dani Koljanin komu öflugir inn af bekknum, fyrir Zarko Jukic og Tómas Orra sem áttu ekkert sérstakan leik. Tómasi gekk sérstaklega illa að dekka Everage Richardson og settist á bekkinn með margbrotna ökkla. Steeve Ho You Fat og Dani Koljanin berjast um boltann. Sá síðarnefndi meiddist í fjórða leikhluta en kom aftur inn á gólf í síðustu sókn leiksins. vísir / anton Dómarar Kristinn Óskarsson, Jón Þór og Bjarni Hlíðkvist mynduðu þríeykið í kvöld. Lítið út á þeirra leik að setja. vísir / anton Risastór ákvörðun að gefa tæknivillu á bekk Hauka þegar minna en mínúta var eftir, en rétt ákvörðun engu að síður. Vel haldið utan um hlutina. vísir / anton Stemning og umgjörð Gríðarleg stemning í Ghetto Hooligans. Gæsahúð þegar Í síðasta skipti var spilað fyrir leik og allir sungu með. Góð læti allan leikinn, stuð og stemning eins og á að vera. Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar. „Alltaf þegar við þurftum einhver klókindi gerðum við byrjendamistök“ Borche Ilievski, þjálfari ÍR.vísir / anton „Þetta var ekki það sem við bjuggumst við en við þurfum að sætta okkur við raunveruleikann: Haukar voru betra liðið í kvöld. Þeir börðust og áttu einhverja orku sem mitt lið sýndi ekki, þannig að þeir áttu sigurinn skilið,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir leik. „Ég sagði við leikmennina að við vorum okkar versti óvinur í kvöld. Alltaf þegar við þurftum einhver klókindi gerðum við byrjendamistök eða gáfum þeim auðveld stig. Við byrjuðum leikinn illa og ég gagnrýndi mína menn fyrir það. Við héldum okkur ekki við leikplanið og ákefðin var ekki til staðar. Þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða við mína menn,“ hélt hann svo áfram. Borche hefur breytt töluvert til í leikmannahópnum eftir að hann tók við störfum en það verða líklega ekki fleiri breytingar. „Ég reikna ekki með því. Ég mun fara yfir málin með stjórninni og sjá hvort við þurfum að styrkja liðið en ég hef fulla trú á strákunum eins og er. Það voru nokkrir lykilleikmenn sem spiluðu ekki eins vel og þeir þurfa í kvöld.“ Einn þeirra sem hefur komið til liðsins nýlega, Dani Koljanin frá KR, meiddist í kvöld og sat nánast allan fjórða leikhluta. „Ég held að hann hafi brákað bein í ökkla en vona að hann verði í lagi. Hann vildi allavega láta skipta sér inn á í lokasókninni, sem ætti að vera gott merki.“ ÍR lýkur fyrri hluta tímabilsins með fjóra sigra og sjö töp, sem verður að teljast nokkuð gott miðað við byrjun liðsins. ÍR er ekki lengur í fallsæti og gæti barist um sæti í úrslitakeppninni eftir áramót. „Ekki spurning, það er okkar markmið. Við fáum smá tíma núna til að hvíla og endurheimta orku, jafna okkur af meiðslum og leggjast yfir leikplanið. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leik eftir áramót gegn Grindavík, við vitum hvað þeir geta. En eins og ég hef sagt frá upphafi verðum við að trúa því að við getum unnið öll lið og mæta með mikla orku í leikina. Ég held líka að okkur gangi betur þegar við erum ólíklegri aðilinn (e. underdogs), í kvöld vorum við liðið sem var líklegra til að vinna en sýndum litla orku og ekki okkar bestu frammistöðu,“ sagði Borche að lokum.