Innherji

Engar for­sendur fyrir því að raf­orku­verð til heimila „stökk­breytist“ næstu tvö árin

Hörður Ægisson skrifar
Sú krefjandi staða sem núna er að myndast er að stórum hluta afleiðing af ákvörðunum stjórnvalda í fortíðinni, að sögn sérfræðinga Landsvirkjunar, að huga ekki nægjanlega að uppbyggingu á raforkukerfinu. Lítið sem ekkert nýtt framboð mun koma inn á orkukerfið á næstu árum.
Sú krefjandi staða sem núna er að myndast er að stórum hluta afleiðing af ákvörðunum stjórnvalda í fortíðinni, að sögn sérfræðinga Landsvirkjunar, að huga ekki nægjanlega að uppbyggingu á raforkukerfinu. Lítið sem ekkert nýtt framboð mun koma inn á orkukerfið á næstu árum. Vísir/Vilhelm

Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma.


Tengdar fréttir

Raf­orku­verð á heildsölu­markaði gæti hækkað um 25 prósent um­fram verðlag

Útlit er fyrir að sölufyrirtæki með raforku þurfi að óbreyttu að kaupa mánaðarblokkir í auknum mæli á mun hærra verði en áður samhliða því að eftirspurnin eykst meira en framboð og spurningin er aðeins hversu mikið af því muni skila sér í verðhækkunum til heimilanna, að mati sérfræðinga EFLU. Þeir telja „litlar sem engar horfur“ á að það muni rýmkast um á raforkumarkaði á allra næstu árum og áætla að verðhækkanir á heildsölumarkaði á árinu 2025 verði á bilinu um 10 til 25 prósent umfram verðbólgu.

Evrópa er að segja að hún verði að fara ís­lensku leiðina í orku­málum

Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“

Lágt raforkuverð á Íslandi er ekki lögmál

Við getum kosið að halda í þau gildi sem upphaflega var lagt upp með við uppbyggingu raforkukerfis á Íslandi. Að byggja upp hagkvæmt sterkt kerfi sem tryggir öllum Íslendingum aðgengi að raforku á hagstæðu verði.

Út­boð sýn­ir að ork­u­verð mun hækk­a á næst­u árum

Framvirka kúrfan sem teiknaðist upp í raforkuútboði í fyrr í mánuðinum sýnir „svo ekki verður um villst“ að orkuverð mun hækka á næstu árum. Raforkukerfið hér á landi er að óbreyttu fullselt til næstu ára, segir hagfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×