Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 13:40 Sitiveni Rabuka, forsætisráðherra Fídji, segir veikindin hafa verið bundin við eitt hótel og að Kyrrahafseyríkið sé öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn. AP/Rick Rycroft Ferðamálayfirvöld á Fídji segja að sjö erlendir ríkisborgarar sem veiktust eftir að þeir drukku hanastél á lúxushóteli hafi ekki orðið fyrir eitrun af völdum tréspíra eða ólöglegra lyfja. Málið olli fjaðrafoki í eyríkinu sem reiðir sig að miklu leyti á ferðaþjónustu. Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki. Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Sex Ástralir og einn Bandaríkjamaður voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að þeir veiktust á Warwick-hótelinu, fimm stjörnu gististað við bæinn Sigatoka, á laugardag. Ferðamennirnir köstuðu upp og þjáðust af ógleði og taugakerfiseinkennum, að sögn heilbrigðisyfirvalda á eyjunni. Fjölmiðlar sögðu frá því að grunur léki á því að fólkið hefði orðið fyrir eitrun af völdum mengaðs áfengis. Sex ferðamenn létu lífi eftir að þeir drukku áfenga drykki sem voru mengaðir með tréspíra í Laos í síðasta mánuði. Nú fullyrðir Viliame R. Gavoka, ferðamálaráðherra Fídji, að engin merki um tréspíra eða ólögleg efni hafi fundist í áfenginu eða hráefnum sem voru notuð í hanastélin. „Niðurstaðan að það séu engar vísbendingar um áfengiseitrun eru frábærar fréttir fyrir Fídji, sérstaklega fyrir lífsnauðsynlegan ferðamannaiðnaðinn okkar,“ sagði Gavoka, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann hvetur erlend ríki til þess að draga til baka viðvaranir til ríkisborgara sinna um hættuna sem fylgi áfengjum drykkjum á Fídji. Mengað áfengi er vandamál á fjölda ferðamannastaða þar sem takmarkaðar reglur og eftirlit tíðkast. Þar er áfengi ýmist drýgt eða skipt alfarið út fyrir heimabruggaðan spíra sem getur reynst lífshættulegur fólki.
Fídji Ferðalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05 Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Lögreglan á Fídji rannsakar nú bráð veikindi sjö erlendra ríkisborgara á sama fimm stjörnu hótelinu. Talið er að fólkið hafi orðið fyrir eitrun af völdum áfengs hanastéls. Stutt er síðan erlendir ferðamenn létust af tréspíraeitrun í Laos. 16. desember 2024 09:05
Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Lögregluyfirvöld í Laos hafa handtekið eiganda og framkvæmdastjóra gistiheimilis í Vang Vieng í tengslum við dauðsföll ferðamanna af völdum metanóleitrunar. 22. nóvember 2024 08:44