Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 08:56 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Sjá meira