Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 13:14 Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvíkurveg daginn eftir að Sigurður Fannar var handtekinn. Vísir/Bjarni Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli. Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli.
Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira