Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 21:47 vísir/anton Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta. Leikurinn í kvöld byrjaði á sitthvorri körfunni hjá liðunum en síðan tóku Álftnesingar algjörlega yfir. Þeir skoruðu tuttugu stig í röð og Hattarmenn eiginlega horfðu bara á. Það var allt í skrúfunni hjá gestunum bæði í vörn og sókn á meðan Álftnestingar börðust af krafti, spiluðu vel í vörninni og hittu úr skotunum enda nánast öll galopin. Staðan eftir fyrsta leikhlutan var 28-8 og heimamenn í hæstu hæðum. Í öðrum leikhluta sneru gestirnir hins vegar við blaðinu. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og varð hann minnstur átta stig. Sóknarlega rúllaði allt mun betur hjá gestunum sem skoruðu þrjátíu og fjögur stig í öðrum leikhluta. Álftnesingar skoruðu fjögur snögg stig undir lok leikhlutans og með þeim komu þeir muninum aftur í tveggja stafa tölu, staðan 54-42 í hálfleik. Í þriðja leikhluta byrjuðu heimamenn á að auka forystuna á ný. Þeir komust sextán stigum yfir en flautukarfa Hattar undir lok leikhlutans sem minnkaði muninn niður í tólf stig virtist gefa þeim auka kraft. Að minnsta kosti Obi Trotter því hann byrjaði fjórða leikhlutann líkt og hann væri Michael Jordan. Hann setti niður fjögur þriggja stiga skot 2:13 mínutum og nánast upp á sitt einsdæmi kom hann Hetti í forystuna. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 86-85 fyrir Hött skoraði Trotter fimmtu þriggja stiga körfu sína í leikhlutanum og jók muninn í fjögur stig. Það gerði útslagið og Adam Andersen og Gedeon Dimoke kláruðu leikinn af vítalínunni fyrir gestina. Lokatölur 92-89 eftir að heimamenn klikkuðu á tveimur þriggja stiga skotum til að jafna leikinn í lokasókninni. Atvik leiksins Þessar fjórar þriggja stiga körfur frá Obi Trotter á rúmum tveimur mínútum. Vissulega spilaðist boltinn upp í einhver skipti upp í hendurnar á honum en frammistaðan engu að síður eitthvað sem maður sér ekki oft. Stjörnur og skúrkar Obi Trotter skoraði sautján stig í fjórða leikhlutanum og var að öðrum ólöstuðum sá sem sigldi stigunum í höfn fyrir Hattarmenn. Adam Andersen spilaði sömuleiðis mjög vel. Dúi Þór Jónsson var frábær hjá Álftnesingum en nýi leikmaðurinn Justin James þarf meiri tíma til að aðlagast. Hann átti ágæta spretti en tapaði sex boltum og misnotaði öll sjö þriggja stiga skotin sín. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bergur Daði Ágústsson sáu um dómgæsluna í leiknum. Bæði lið voru á köflum ósátt og það er sjaldan jákvætt. Þeir dæmdu ansi mikið og stundum var línan óljós. Stemmning og umgjörð Það var ágætlega mætt í Forsetahöllina og eflaust margir heimamenn sem voru spenntir að sjá nýjasta leikmanninn Justin James. Álftnesingar eru alltaf með allt á hreinu í umgjörðinni, hamborgaralyktin fannst um allt Nesið og stuðningsmannasveitin skellti í jólalög inn á milli stuðningslaga. Viðtöl „Það er mótvindur núna og þá þarftu bara að arka áfram“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var svekktur eftir grátlegt tap gegn Hetti í kvöld. Hann sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að mæta í seinni helming tímabilsins og gera betur en Álftnesingar hafa tapað fjórum leikjum í röð í Bónus-deildinni. Kjartan Atli byrjaði á því að svara hvernig nýi leikmaðurinn Justin James hefði haft áhrif á liðið. „Við erum í breytingafasa og hann fékk þrjár æfingar með liðinu. Andinn breytist aðeins í liðinu og þetta var mjög góð æfingavika. Mér fannst takturinn í liðinu framan af mjög góður. Við lendum í villuvandræðum og þeir komast snemma í bónus í öðrum leikhluta.“ „Það eru margir litlir hlutir sem hafa áhrif á leikinn. Það er ekkert einn leikmaður og undirbúningurinn var ekkert erfiðari en fyrir aðra leiki. Við spiluðum vel fyrri hluta leiksins þannig að undirbúningurinn var ekki verri en það.“ Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Álftnesingar fengu átján stig í andlitið frá Obi Trotter í fjórða leikhlutanum sem datt í ótrúlegt stuð. „Það sem gerðist var að það var í nokkur skipti þar sem boltinn fer á hreyfingu og þá ertu með varnarskema. Boltinn flýtur og fer út í hornin. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og þá er þetta önnur og þriðja hjálpin, hvernig við hlaupum út í skytturnar. Hann var á réttum stað og boltinn endar hjá honum. Svo setur hann einn risastóran af dripplinu til að koma þeim fjórum yfir. Hann er með mann í sér og erfitt að vera eitthvað mikið nær honum.“ Haukur Helgi Pálsson fékk sína fjórðu villu snemma í seinni hálfleik og það særði Álftnesinga. „Það hafði áhrif og hefur líka áhrif á hvaða línu þú ert með inni á vellinum. Það hefur áhrif á taktinn hans í leiknum, hann þurfti að sitja lengi. Það er alls konar áhrif sem þetta hefur.“ „Ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki finna lausnir“ Eins og áður segir hafa Álftnesingar tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli treystir sínum hóp til að finna lausnir í mótvindinum. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við erum í breytingafasa, þó við skýlum okkur ekki á bakvið það. Þetta var hlutskipti okkar í kvöld. Þetta er búið að vera erfitt með þrjú töp fyrir leikinn í kvöld. Mér fannst við ná að rífa okkur út úr því og það er gott.“ „Þetta er þannig að þú verður að vakna á morgun og halda áfram að vinna. Það er mótvindur núna og þá þarftu bara að arka áfram. Treysta því að hugvitið í klefanum og hópnum muni finna lausnir. Ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki finna lausnir, ég held að við í sameiningu munum finna lausnir. Holningin var heilt yfir, mjög lengi, mjög góð í þessum leik.“ Hann hrósaði Hattarmönnum fyrir að koma til baka eftir erfiða byrjun. „Þeir gerðu mjög vel í að koma sér inn í leikinn. Þeir börðust og reyndu á línu dómaranna sem Hattarmenn gera mjög vel.“ „Auðvitað er þetta virkilega leiðinlegt að vera búnir að tapa fjórum leikjum í röð, menn eru fúlir inni í klefa núna. Þetta er miðpunktur deildarinnar og eina sem við getum gert er að mæta í seinni helminginn og gera betur. Við leggjum mjög hart að okkur en við þurfum að halda áfram að vinna. Halda áfram að trúa á það sem við erum að gera og þá munu góðir hlutir gerast.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur
Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta. Leikurinn í kvöld byrjaði á sitthvorri körfunni hjá liðunum en síðan tóku Álftnesingar algjörlega yfir. Þeir skoruðu tuttugu stig í röð og Hattarmenn eiginlega horfðu bara á. Það var allt í skrúfunni hjá gestunum bæði í vörn og sókn á meðan Álftnestingar börðust af krafti, spiluðu vel í vörninni og hittu úr skotunum enda nánast öll galopin. Staðan eftir fyrsta leikhlutan var 28-8 og heimamenn í hæstu hæðum. Í öðrum leikhluta sneru gestirnir hins vegar við blaðinu. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og varð hann minnstur átta stig. Sóknarlega rúllaði allt mun betur hjá gestunum sem skoruðu þrjátíu og fjögur stig í öðrum leikhluta. Álftnesingar skoruðu fjögur snögg stig undir lok leikhlutans og með þeim komu þeir muninum aftur í tveggja stafa tölu, staðan 54-42 í hálfleik. Í þriðja leikhluta byrjuðu heimamenn á að auka forystuna á ný. Þeir komust sextán stigum yfir en flautukarfa Hattar undir lok leikhlutans sem minnkaði muninn niður í tólf stig virtist gefa þeim auka kraft. Að minnsta kosti Obi Trotter því hann byrjaði fjórða leikhlutann líkt og hann væri Michael Jordan. Hann setti niður fjögur þriggja stiga skot 2:13 mínutum og nánast upp á sitt einsdæmi kom hann Hetti í forystuna. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 86-85 fyrir Hött skoraði Trotter fimmtu þriggja stiga körfu sína í leikhlutanum og jók muninn í fjögur stig. Það gerði útslagið og Adam Andersen og Gedeon Dimoke kláruðu leikinn af vítalínunni fyrir gestina. Lokatölur 92-89 eftir að heimamenn klikkuðu á tveimur þriggja stiga skotum til að jafna leikinn í lokasókninni. Atvik leiksins Þessar fjórar þriggja stiga körfur frá Obi Trotter á rúmum tveimur mínútum. Vissulega spilaðist boltinn upp í einhver skipti upp í hendurnar á honum en frammistaðan engu að síður eitthvað sem maður sér ekki oft. Stjörnur og skúrkar Obi Trotter skoraði sautján stig í fjórða leikhlutanum og var að öðrum ólöstuðum sá sem sigldi stigunum í höfn fyrir Hattarmenn. Adam Andersen spilaði sömuleiðis mjög vel. Dúi Þór Jónsson var frábær hjá Álftnesingum en nýi leikmaðurinn Justin James þarf meiri tíma til að aðlagast. Hann átti ágæta spretti en tapaði sex boltum og misnotaði öll sjö þriggja stiga skotin sín. Dómararnir Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bergur Daði Ágústsson sáu um dómgæsluna í leiknum. Bæði lið voru á köflum ósátt og það er sjaldan jákvætt. Þeir dæmdu ansi mikið og stundum var línan óljós. Stemmning og umgjörð Það var ágætlega mætt í Forsetahöllina og eflaust margir heimamenn sem voru spenntir að sjá nýjasta leikmanninn Justin James. Álftnesingar eru alltaf með allt á hreinu í umgjörðinni, hamborgaralyktin fannst um allt Nesið og stuðningsmannasveitin skellti í jólalög inn á milli stuðningslaga. Viðtöl „Það er mótvindur núna og þá þarftu bara að arka áfram“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var svekktur eftir grátlegt tap gegn Hetti í kvöld. Hann sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að mæta í seinni helming tímabilsins og gera betur en Álftnesingar hafa tapað fjórum leikjum í röð í Bónus-deildinni. Kjartan Atli byrjaði á því að svara hvernig nýi leikmaðurinn Justin James hefði haft áhrif á liðið. „Við erum í breytingafasa og hann fékk þrjár æfingar með liðinu. Andinn breytist aðeins í liðinu og þetta var mjög góð æfingavika. Mér fannst takturinn í liðinu framan af mjög góður. Við lendum í villuvandræðum og þeir komast snemma í bónus í öðrum leikhluta.“ „Það eru margir litlir hlutir sem hafa áhrif á leikinn. Það er ekkert einn leikmaður og undirbúningurinn var ekkert erfiðari en fyrir aðra leiki. Við spiluðum vel fyrri hluta leiksins þannig að undirbúningurinn var ekki verri en það.“ Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Álftnesingar fengu átján stig í andlitið frá Obi Trotter í fjórða leikhlutanum sem datt í ótrúlegt stuð. „Það sem gerðist var að það var í nokkur skipti þar sem boltinn fer á hreyfingu og þá ertu með varnarskema. Boltinn flýtur og fer út í hornin. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og þá er þetta önnur og þriðja hjálpin, hvernig við hlaupum út í skytturnar. Hann var á réttum stað og boltinn endar hjá honum. Svo setur hann einn risastóran af dripplinu til að koma þeim fjórum yfir. Hann er með mann í sér og erfitt að vera eitthvað mikið nær honum.“ Haukur Helgi Pálsson fékk sína fjórðu villu snemma í seinni hálfleik og það særði Álftnesinga. „Það hafði áhrif og hefur líka áhrif á hvaða línu þú ert með inni á vellinum. Það hefur áhrif á taktinn hans í leiknum, hann þurfti að sitja lengi. Það er alls konar áhrif sem þetta hefur.“ „Ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki finna lausnir“ Eins og áður segir hafa Álftnesingar tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli treystir sínum hóp til að finna lausnir í mótvindinum. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við erum í breytingafasa, þó við skýlum okkur ekki á bakvið það. Þetta var hlutskipti okkar í kvöld. Þetta er búið að vera erfitt með þrjú töp fyrir leikinn í kvöld. Mér fannst við ná að rífa okkur út úr því og það er gott.“ „Þetta er þannig að þú verður að vakna á morgun og halda áfram að vinna. Það er mótvindur núna og þá þarftu bara að arka áfram. Treysta því að hugvitið í klefanum og hópnum muni finna lausnir. Ég hef ekki áhyggjur af því að við munum ekki finna lausnir, ég held að við í sameiningu munum finna lausnir. Holningin var heilt yfir, mjög lengi, mjög góð í þessum leik.“ Hann hrósaði Hattarmönnum fyrir að koma til baka eftir erfiða byrjun. „Þeir gerðu mjög vel í að koma sér inn í leikinn. Þeir börðust og reyndu á línu dómaranna sem Hattarmenn gera mjög vel.“ „Auðvitað er þetta virkilega leiðinlegt að vera búnir að tapa fjórum leikjum í röð, menn eru fúlir inni í klefa núna. Þetta er miðpunktur deildarinnar og eina sem við getum gert er að mæta í seinni helminginn og gera betur. Við leggjum mjög hart að okkur en við þurfum að halda áfram að vinna. Halda áfram að trúa á það sem við erum að gera og þá munu góðir hlutir gerast.“