Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 16:00 Björgvin Halldórsson var í stuði á æfingu í Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. „Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“ Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta var góð æfing í gær og helgin lofar rosalega góðu,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Tónleikana þarf vart að kynna enda hafa þeir um árabil verið þekktustu jólatónleikar landsins þar sem margir af stærstu tónlistarmönnunum koma fram. Björgvin segist ekkert meyr á þessum tímamótum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég tek bara einn dag í einu! Það verður nóg að gera hjá mér á nýju ári, fullt af tónleikum. Allt þarf að taka endi einhvern tímann. Þetta er átjánda árið í röð sem við erum með þetta í þessu formi, en við byrjuðum auðvitað með jólagestina miklu fyrr,“ segir Björgvin og rifjar upp þegar þeir fóru fram á Hilton Hóteli með pompi og prakt. Verður ævintýri Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kíkti í höllina á æfingu hjá Björgvini fyrir tónleikana næstu helgi. Einungis örfáir miðar eru enn eftir enda ljóst að um sögulega stund verður að ræða þegar tónleikarnir fara fram í síðasta skiptið. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir líka aðgengilegir í streymi á vef Jólagesta. Með Björgvini á tónleikunum verða meðal annars Eivör, Sissel, Svala Björgvins, Ásgeir Trausti, Helgi Björns og Gissur Páll. Auk þess munu strákarnir í HúbbaBúbba koma fram auk Karlakórsins Esju og Skólakórs Kársness, að ógleymdri Strengjasveit Jólagesta. Björgvin segist hlakka til helgarinnar og líka til þess að halda áfram að syngja á tónleikum á nýju ári. „Á meðan ég stend í lappirnar og hef einhverja rödd þá mun ég halda áfram að syngja. Ég hlakka til helgarinnar, þetta gekk æðislega vel á æfingu í gær, þetta er allt saman mikið atvinnufólk, bæði hljómsveit og listamennirnir alveg með þetta á hreinu. Þetta verður algjört ævintýri.“
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp