Innlent

Um­fangs­mikið út­kall í Suður­hrauni vegna mikils reyks

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tilkynnt var um eld í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun. Reykkafarar fóru inn í húsið vegna mikils reyks en hafa ekki orðið varir við eld.
Tilkynnt var um eld í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun. Reykkafarar fóru inn í húsið vegna mikils reyks en hafa ekki orðið varir við eld. Já.is

Slökkvilið af mörgum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um korter í fimm vegna mikils reyks í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun í Hafnarfirði. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru reykkafarar inn í verksmiðjuna til að leita að uppruna reyksins. Hann hafði ekki verið staðfestur rétt upp úr klukkan fimm. 


Veistu meira um málið? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×