Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 12:24 Víkingar unnu tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum í Sambandsdeildinni. Það skilaði þeim 19. sæti og áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. vísir/Anton Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01
Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28
Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00