Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 12:32 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun