Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2024 16:09 Það má með sanni segja að verðandi hjón séu í skýjunum. Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær. Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira
Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser
Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Sjá meira