Innlent

Hvetja Ís­lendinga á svæðinu til að láta vita af sér

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. ap/Heiko Rebsch

Borg­araþjón­usta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hefur hvatt Íslendinga í Magdeburg í Þýskalandi til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum ef þeir eru öryggir eftir að bifreið var ekið á jólamarkað í miðborg borgarinnar. Minnst einn lést og tugir manna slösuðust.

Þá er fólk beðið um að hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir en hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma +354 545 0 112 ef aðstoðar er þörf.

Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við fréttastofu að enginn Íslendingur hafi haft samband við borgaraþjónustuna og óskað eftir aðstoð eins og stendur. Þá hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið neinar fregnir af því að Íslendingar hafi verið á svæðinu þegar að bifreiðinni var ekið á hópinn á jólamarkaðnum.

„Virðið lokanir og tilmæli yfirvalda og fylgist með staðbundnum fjölmiðlum,“ segir í færslu utanríkisráðuneytisins á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×