Fótbolti

Meiðslalistinn lengist í Mílanó

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Rafael Leao tognaði aftan í læri og þurfti að af velli.
Rafael Leao tognaði aftan í læri og þurfti að af velli. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images

AC Milan sótti 1-0 sigur til Verona en meiðslalisti liðsins lengdist enn frekar.

Tijjandi Reijnders skoraði eina markið á 56. mínútu í fremur tíðindalitlum leik eftir stoðsendingu frá Youssouf Fofana.

Milan þurfti að spila mest allan leikinn án vinstri vængmannsins Rafael Leao, sem tognaði í fyrri hálfleik og þurfti að fara af velli.

Þeir mega ekki við því að missa hann í meiðsli. Nú þegar eru níu leikmenn á listanum: Alvaro Morata, Christian Pulisic, Ismael Bennecar, Luka Jovic, Ruben Loftus-Cheek, Noah Okafor, Yunus Musah og Alessandro Florenzi.

Inn í stað Rafael Leao kom Theo Hernandez, sem er vanalega byrjunarliðsmaður í bakverðinum en byrjaði á bekknum í kvöld þegar hinn ungi Alex Jimenez fékk tækifæri til að spreyta sig í vinstri bakverðinum.

Sterk þrjú stig hjá Mílanó-mönnum engu að síður. Þeir sitja í 7. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 umferðir. Verona er í 17. sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×