Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 11:00 Elvar Örn Jónsson stendur hér fyrir framan Dainis Kristopans en hliðar má sjá muninn á liðsfélögunum Erik Balenciaga og Kristopans. Getty/Marius Becker/Lars Baron Íslendingaliðið MT Melsungen hefur átt frábært tímabil í þýska handboltanum og er á toppi deildarinnar eftir fimmtán leiki. Liðið hefur unnið þrettán af fimmtán leikjum og hefur tveimur stigum meira en Hannover-Burgdorf sem er í öðru sætinu. Með Melsungen spila landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Báðir spiluðu þeir sig inn í HM-hóp íslenska landsliðið með frammistöðu sinni í vetur en það eru samt tveir liðsfélagar þeirra sem hafa vakið meiri athygli. Það er ekki bara fyrir góða spilamennsku heldur einnig fyrir hæð þeirra og þá sérstaklega hæðarmun. Spánverjinn Erik Balenciaga er aðeins 169 sentimetrar á hæð sem er ekki mikið fyrir útispilara. Lettinn Dainis Kristopans rífur vel upp meðalhæð liðsins á móti því hann er 214 sentimetrar á hæð. Það munar 45 sentímetrum á þeim. Það besta er að Kristopans er hægri skytta og spilar við hlið Balenciaga í útilínunni. Það sem meira er að Balenciaga er mjög öflugur í að spila uppi Kristopans og þeir ná mjög vel saman inn á vellinum. Kristopans er markhæsti leikmaður liðsins til þessa í vetur með 60 mörk en Balenciaga er fimmti markahæstur með 41 mark. Balenciaga er aftur á móti með flestar stoðsendingar í liðinu (48) en Kristopans er bara einni stoðsendingu á eftir honum (47). Þeir komu báðir til liðsins árið 2023 og Kristopans talar um það að Erik hafi verið mikið aðdráttarafl fyrir hann því hann vildi spila með honum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við þá félaga og myndir af hversu mikill munur er á hæð þeirra. View this post on Instagram A post shared by hessenschau (@hessenschau) Þýski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Liðið hefur unnið þrettán af fimmtán leikjum og hefur tveimur stigum meira en Hannover-Burgdorf sem er í öðru sætinu. Með Melsungen spila landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Báðir spiluðu þeir sig inn í HM-hóp íslenska landsliðið með frammistöðu sinni í vetur en það eru samt tveir liðsfélagar þeirra sem hafa vakið meiri athygli. Það er ekki bara fyrir góða spilamennsku heldur einnig fyrir hæð þeirra og þá sérstaklega hæðarmun. Spánverjinn Erik Balenciaga er aðeins 169 sentimetrar á hæð sem er ekki mikið fyrir útispilara. Lettinn Dainis Kristopans rífur vel upp meðalhæð liðsins á móti því hann er 214 sentimetrar á hæð. Það munar 45 sentímetrum á þeim. Það besta er að Kristopans er hægri skytta og spilar við hlið Balenciaga í útilínunni. Það sem meira er að Balenciaga er mjög öflugur í að spila uppi Kristopans og þeir ná mjög vel saman inn á vellinum. Kristopans er markhæsti leikmaður liðsins til þessa í vetur með 60 mörk en Balenciaga er fimmti markahæstur með 41 mark. Balenciaga er aftur á móti með flestar stoðsendingar í liðinu (48) en Kristopans er bara einni stoðsendingu á eftir honum (47). Þeir komu báðir til liðsins árið 2023 og Kristopans talar um það að Erik hafi verið mikið aðdráttarafl fyrir hann því hann vildi spila með honum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við þá félaga og myndir af hversu mikill munur er á hæð þeirra. View this post on Instagram A post shared by hessenschau (@hessenschau)
Þýski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira