Merkx lét hann þó hafa fyrir hlutunum en Dobey kom sterkur til baka og lokaði viðureigninni örugglega.
Brendan Dolan vann Lok Yin Lee örugglega 3-0 en Lee hefur verið afar vinsæll hjá áhorfendum á þessu móti. Dolan, sem er á sínu 17. heimsmeistaramóti, mætir Hollendingnum Michael van Gerwen í næstu umferð í sannkölluðum risaslag.
Rhys Griffin, sem var að keppa á Ally Pally í fyrsta sinn átti sannkallaða draumabyrjun þegar hann lagði Karel Sedlacek 3-0 og mætir Josh Rock í næstu umferð.
Alexis Toylo vann einnig góðan sigur í sinni frumraun þegar hann lagði Richard Veenstra og mætir Krzysztof Ratajski í næstu umferð.
Keppnin heldur áfram í kvöld og þar eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá en reikna með að augu flestra, nema kannski Van Gerwen verði á Luke Littler.