Sport

Meik­le skaut Littler skelk í bringu

Siggeir Ævarsson skrifar
Ryan Meikle má vera stoltur af frammistöðu sinni í kvöld
Ryan Meikle má vera stoltur af frammistöðu sinni í kvöld vísir/Getty

Luke Littler er kominn áfram í næstu umferð á heimsmeistaramótinu í pílukasti en landi hans, Ryan Meikle, lét hann heldur betur svitna í viðureign þeirra í kvöld.

Littler vann fyrsta settið og tók 1-0 forystu en Meikle kom sterkur til baka og jafnaði í 1-1. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og kastaði afar vel í næstu leggjum og var grátlega nálægt því að taka níu pílna leik. 

Littler er því kominn áfram í næstu umferð eins og flestir reiknuðu með en í viðtali eftir einvígið grét Littler og sagði þetta hafi verið eitt erfiðasta einvígi sem hann hefði tekið þátt í á ferlinum. Þrátt fyrir það kastaði hann pílunni nær óaðfinnanlega og setti met þar sem þetta reyndist hæsta meðalskor í setti á heimsmeistaramóti.

Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Ryan Joyce betur gegn Danny Noppert 3-1. Nick Kenny sigraði Raymond van Barneveld einnig 3-1 og þá er viðureign Damon Heta og Connor Scutt enn í gangi þar sem Scutt leiðir 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×