Fjórar knattspyrnukonur handteknar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 11:33 Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið. Getty/Rodrigo Valle Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins. Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024 Brasilía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024
Brasilía Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira