Körfubolti

Martin og fé­lagar burstuðu botnslaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson var næstum því stig á mínútu í sigri Alba Berlin í dag.
Martin Hermannsson var næstum því stig á mínútu í sigri Alba Berlin í dag. Getty/Moritz Eden

Alba Berlin vann mjög öruggan sigur á útivelli i þýsku deildinni í körfubolta í dag.

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Martin Hermannssyni og félögum að undanförnu en þeim tókst að enda taphrinu í dag.

Alba Berlin burstaði þá Gottingen með 26 stigum, 109-83. Gottingen situr í neðsta sæti deildarinnar og hafði aðeins unnið einn leik í vetur.

Alba menn höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum og aðeins unnið þrjá af níu deildarleikjum í vetur. Sigrinum var því fagnað þótt að andstæðingurinn hafi verið botnlið deildarinnar.

Martin var með tólf stig á fjórtán mínútum fyrir Alba Berlín en hann hitti úr öllum fimm skotum sinum utan af velli þar af voru tvö þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna.

Næsti leikur er síðan á móti Real Madrid í Euroleague á öðrum degi jóla en liðið spilar síðan tvo deildarleiki á milli jóla og nýárs. Það er því nóg af leikjum yfir hátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×