Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:30 Sandro Eric Sosing varð að draga sig úr keppni á HM og eyðir væntanlega jólunum á sjúkrahúsi í London. Getty/Tom Dulat Sandro Eric Sosing varð óvænt að draga sig úr keppni rétt áður en hann átti að stíga á svið á föstudaginn, á HM í pílukasti. Nú er orðið ljóst hve alvarleg ástæðan var. Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi. Pílukast Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi.
Pílukast Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira