Umönnunarfólk hans í dýragarðinum Crocosaurus Cove tilkynntu að skepnan hefði drepist en Burt hefur búið í garðinum síðan árið 2008. Fram kemur í tilkynningu dýragarðsins að Burt hafi verið fangaður á níunda áratugnum í Reynolds á, nyrst í Ástralíu.
Árið 1986 kom Burt svo fram í kvikmyndinni um ástralska krókódílaveiðimanninn með Paul Hogan í aðalhlutverki. Forsvarsmenn dýragarðsins segja Burt alla tíð hafa verið sjálfstæðan einstakling sem alla sína tíð hafi verið einfari með alvöru skap.
„Hann var einstakur. Hann var ekki bara krókódíll, hann var náttúruafl og áminning um ótrúlegt afl þessara mögnuðu skepna,“ segir í yfirlýsingunni frá dýragarðinum.