Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 09:35 Rob Cross sýndi óánægju sína með handahreyfingum og svipbrigðum. James Fearn/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Rob Cross varð síðastur til að falla úr leik fyrir jólafrí á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann tapaði einvígi gegn góðvini sínum Scott Williams. Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen. Pílukast Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira
Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen.
Pílukast Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira