Frá þessu er greint í tilkynningu Landsbjargar.
„Björgunarsveitarfólk fór á staðinn og náði að koma böndum á sperrur og þverbönd inni í hlöðunni og þannig tryggja það að þakið lyftist ekki af í þeim suðvestan vindi sem þarna var.“
Veðrið hefur leikið landsmenn grátt þennan jóladag, en flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst það sem af er degi, og innanlandsflug liggur niðri. Ófært er um Hellisheiði og Þrengslaveg.
Þá lá við að bátur slitnaði frá bryggju við Akraneshöfn vegna hvassviðris.