Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 23:19 Skip landhelgisgæslu Finnlands fylgdi olíuskipinu Eagle S inn í landhelgi Finnlands. X/finnska lögreglan Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira