Fótbolti

Eftir­maður Amorims rekinn eftir átta leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joao Pereira entist ekki lengi í starfi hjá Sporting.
Joao Pereira entist ekki lengi í starfi hjá Sporting. getty/Gualter Fatia

Joao Pereira, sem tók við Sporting þegar Ruben Amorim fór til Manchester United, hefur verið rekinn frá félaginu. Hann stýrði Sporting aðeins í átta leikjum.

Sporting vann aðeins þrjá af þessum átta leikjum undir stjórn Pereiras og missti toppsæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar til Benfica.

Í stað Pereiras hefur Sporting ráðið Rui Borges. Hann skrifaði undir samning sem gildir til júní 2026 með möguleika á árs framlengingu.

Borges stýrði áður Vitória Guimaraes en Sporting greiddi félaginu 4,1 milljón evra til að losa hann undan samningi við það.

Borges tók við Vitória Guimaraes í maí. Undir hans stjórn endaði liðið í 2. sæti Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×