Lífið

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Friðrik Dór og Jón eru afar samrýmdir bræður.
Friðrik Dór og Jón eru afar samrýmdir bræður. Sylvía Hall

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Bræðurnir eru afar samrýmdir og hafa fylgst að í mörgu á lífsleiðinni. Það kemur því ekki á óvart að þeir hafi ákveðið að fá sér hvolp á sama tíma af sömu tegund.

„Einhver þarn'uppi heldur með mér,“ skifaði Friðrik Dór og birti fallega fjölskyldumynd frá aðfangadegi.

Jón birti sömuleiðis mynd af þremur börnum sínum, Mjöll, Sigríði Sól og Jóni Trausta, um hátíðirnar með lítinn ferfætling í fanginu, alsæl á svip.

Mjöll, Sigríður Sól og Jón Trausti með nýjasta fjölskyldumeðliminn.Skjáskot/Jón Jónsson

Tengdar fréttir

Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni

Gríðarleg stemning var í Laugardalshöllinni um helgina þegar strákabandið IceGuys skemmti um 25 þúsund gestum á samtals fimm tónleikum. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína.

Mömmu þykir ekki vænna um Frið­rik Dór en Jón Ragnar

Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.