Wembanyama skoraði nítján stig, tók sjö fráköst og varði sex skot þegar San Antonio sigraði Brooklyn Nets, 87-96, á útivelli í gær.
Leikmenn San Antonio áttu svo frí í dag. Wembanyama tók daginn snemma og auglýsti eftir fólki á X sem vildi tefla við hann úti á götu í New York.
Who wants to meet me at the SW corner of Washington Square park to play chess? Im there
— Wemby (@wemby) December 28, 2024
Eins og við mátti búast voru margir tilbúnir að tefla við Frakkann hávaxna í morgun. Engu breytti þótt það rigndi duglega.
POV: You’re playing chess with @wemby on a Saturday morning in Washington Square Park ♟️🗽 pic.twitter.com/gnxdvPE69l
— NBA (@NBA) December 28, 2024
Wembanyama og félagar mæta Minnesota Timberwolves aðra nótt, í síðasta leik sínum á árinu. San Antonio er í 9. sæti Vesturdeildarinnar með sextán sigra og fimmtán töp.
Wembanyama var valinn nýliði ársins á síðasta tímabili. Í vetur er hann með 25,2 stig, 10,1 frákast, 3,9 stoðsendingar og 4,0 varin skot að meðaltali í leik.