Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2024 22:17 Jens Garðar er formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann er einnig formaður fjármálaráðs flokksins og á sem slíkur sæti í miðstjórn, sem tekur lokaákvörðun um hvort landsfundi verður frestað eða ekki. Sigurjón Ólason Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. Vísir greindi frá því í gær að formenn málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins hefðu rætt hugmyndir um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er um mánaðamótin febrúar/mars. Haft var eftir Jens Garðari Helgasyni, formanni atvinnuveganefndar flokksins og meðlimi í miðstjórn, að brugðið gæti til beggja vona með veðurfar á þessum árstíma. Ef fundinum yrði frestað yrði það líklega fram á haust. Fréttin vakti töluverð viðbrögð, en meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs og sagt óráðlegt að fresta landsfundi um of eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Áslaug hefur verið orðuð við formannsframboð, láti Bjarni Benediktsson staðar numið í embætti, og Diljá sagði í dag að hún hefði íhugað framboð til varaformanns eða ritara. Þá sagðist formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna telja að um „dæmigert baktjaldamakk“ væri að ræða, alls ótengt veðurfari í febrúar. Tíminn fór í annað Jens Garðar, sem tók sæti á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir síðust kosningar, er einn þeirra sem lagt hefur til að fresta fundinum. Hann segir fleiri ástæður að baki en veðrið. „Tími sem átti að fara bæði í málefnastarf, og að undirbúa landsfund sem er allt að 1.500 manna samkoma í þrjá daga, fór í kosningarnar. Síðan taka við hátíðarnar,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Dagsetningin hafi verið sett með það í huga að vera upptaktur að prófkjörum í aðdraganda kosninga, sem boðað var til fyrr en ráðgert var. Umræða um aðgengi landsbyggðarfólks að fundinum hafi einnig áhrif. „Það er allra veðra von í febrúar og það eru ekki margir dagar síðan íbúar Selfoss, Þorlákshafnar og Hveragerðis hefðu ekki komist á landsfund því Þrengslin og Hellisheiðin voru lokuð. Það er alveg möguleiki á því í febrúar líka.“ Óþarfi að funda að vetri ef ekki er ástæða til Síðustu fimm landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa farið fram að vetrarlagi, á tíma þar sem sannarlega má ætla að hafi verið allra veðra von. Árið 2022 fór hann fram í upphafi nóvember, 2018 um miðjan mars, 2015 í seinni hluta október, 2013 í seinni hluta febrúar, og 2011 um miðjan nóvember. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa oft farið fram á árstíma þar sem veðrið er ekki sem skaplegast.Vísir/Hjalti Jens Garðar segir vissulega rétt að fundir hafi áður verið haldnir að vetri til. „Ég sé bara ekki ástæðuna til þess að gera það akkúrat núna, þegar það er ekki þörf á því og við getum haldið landsfundinn á öðrum tíma á næsta ári.“ Verði að snúa vörn í sókn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem veitti Bjarna Benediktssyni mótframboð til formanns á landsfundi 2022, segir ljóst að væntingar séu um að landsfundur verði haldinn á þeim tíma sem lagt hefur verið upp með. Guðlaugur Þór gefur ekkert upp um hvort hann muni sækjast eftir embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, sem hann telur að fara eigi fram á settum degi, óháð veðri og vindum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega vegna þess að það er verkefni okkar að snúa vörn í sókn. Það er ekki ásættanlegt að staðan sé eins og hún er og við vitum það,“ segir Guðlaugur.Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sína lökustu kosningu í sögunni í síðustu alþingiskosningum, og er í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn frá kjörtímabilinu 2009-2013. Gefur ekkert upp um næstu skref Guðlaugur telur að sterk rök verði að hníga til þess að fresta fundinum, önnur en íslenskt vetrarveður. „Það hefur alltaf legið fyrir að febrúar er í febrúar, og verður það áfram. Það eitt og sér geta ekki verið rök.“ Guðlaugur gefur ekkert upp um fyrirætlanir sínar á landsfundi, hvort hann sækist aftur eftir formennsku í flokknum. „Það kemur auðvitað í ljós þegar nær dregur.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að formenn málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins hefðu rætt hugmyndir um að fresta landsfundi, sem fyrirhugaður er um mánaðamótin febrúar/mars. Haft var eftir Jens Garðari Helgasyni, formanni atvinnuveganefndar flokksins og meðlimi í miðstjórn, að brugðið gæti til beggja vona með veðurfar á þessum árstíma. Ef fundinum yrði frestað yrði það líklega fram á haust. Fréttin vakti töluverð viðbrögð, en meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs og sagt óráðlegt að fresta landsfundi um of eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir. Áslaug hefur verið orðuð við formannsframboð, láti Bjarni Benediktsson staðar numið í embætti, og Diljá sagði í dag að hún hefði íhugað framboð til varaformanns eða ritara. Þá sagðist formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna telja að um „dæmigert baktjaldamakk“ væri að ræða, alls ótengt veðurfari í febrúar. Tíminn fór í annað Jens Garðar, sem tók sæti á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir síðust kosningar, er einn þeirra sem lagt hefur til að fresta fundinum. Hann segir fleiri ástæður að baki en veðrið. „Tími sem átti að fara bæði í málefnastarf, og að undirbúa landsfund sem er allt að 1.500 manna samkoma í þrjá daga, fór í kosningarnar. Síðan taka við hátíðarnar,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Dagsetningin hafi verið sett með það í huga að vera upptaktur að prófkjörum í aðdraganda kosninga, sem boðað var til fyrr en ráðgert var. Umræða um aðgengi landsbyggðarfólks að fundinum hafi einnig áhrif. „Það er allra veðra von í febrúar og það eru ekki margir dagar síðan íbúar Selfoss, Þorlákshafnar og Hveragerðis hefðu ekki komist á landsfund því Þrengslin og Hellisheiðin voru lokuð. Það er alveg möguleiki á því í febrúar líka.“ Óþarfi að funda að vetri ef ekki er ástæða til Síðustu fimm landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa farið fram að vetrarlagi, á tíma þar sem sannarlega má ætla að hafi verið allra veðra von. Árið 2022 fór hann fram í upphafi nóvember, 2018 um miðjan mars, 2015 í seinni hluta október, 2013 í seinni hluta febrúar, og 2011 um miðjan nóvember. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa oft farið fram á árstíma þar sem veðrið er ekki sem skaplegast.Vísir/Hjalti Jens Garðar segir vissulega rétt að fundir hafi áður verið haldnir að vetri til. „Ég sé bara ekki ástæðuna til þess að gera það akkúrat núna, þegar það er ekki þörf á því og við getum haldið landsfundinn á öðrum tíma á næsta ári.“ Verði að snúa vörn í sókn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem veitti Bjarna Benediktssyni mótframboð til formanns á landsfundi 2022, segir ljóst að væntingar séu um að landsfundur verði haldinn á þeim tíma sem lagt hefur verið upp með. Guðlaugur Þór gefur ekkert upp um hvort hann muni sækjast eftir embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, sem hann telur að fara eigi fram á settum degi, óháð veðri og vindum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega vegna þess að það er verkefni okkar að snúa vörn í sókn. Það er ekki ásættanlegt að staðan sé eins og hún er og við vitum það,“ segir Guðlaugur.Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sína lökustu kosningu í sögunni í síðustu alþingiskosningum, og er í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn frá kjörtímabilinu 2009-2013. Gefur ekkert upp um næstu skref Guðlaugur telur að sterk rök verði að hníga til þess að fresta fundinum, önnur en íslenskt vetrarveður. „Það hefur alltaf legið fyrir að febrúar er í febrúar, og verður það áfram. Það eitt og sér geta ekki verið rök.“ Guðlaugur gefur ekkert upp um fyrirætlanir sínar á landsfundi, hvort hann sækist aftur eftir formennsku í flokknum. „Það kemur auðvitað í ljós þegar nær dregur.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Sjá meira
„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55