Handbolti

Sig­valdi marka­hæstur er Kolstad varð bikar­meistari

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi Björn var markahæstur Íslendinga í dag.
Sigvaldi Björn var markahæstur Íslendinga í dag. EPA-EFE/Piotr Polak

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins er Kolstad vann dramatískan 28-27 sigur gegn Elverum í úrslitum norsku bikarkeppninnar í dag.

Íslendingalið Kolstad hafði unnið norsku bikarkeppnina síðustu tvö ár, í bæði skitpin eftir sigur gegn Elverum, og gátu því tryggt sér titilinn þriðja árið í röð.

Liðið hafi góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum að honum loknum, 19-14.

Í síðari hálfleik fór hins vegar að halla undan fæti og Elverum náði yfirhöndinni. Elvarum náði forystunni undir lok leiks, en Sigvaldi jafnaði metin í 27-27 áður en Sander Sagosen skoraði sigurmark Kolstad þegar innan við 20 sekúndur voru eftir af leiknum.

Elverum tókst ekki að jafna metin og Kolstad fagnaði því sínum þriðja bikarmeistaratitli í röð.

Sigvaldi var sem áður segir markahæsti maður vallarins með sjö mörk, en bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær skoruðu eitt og tvö mörk fyrir liðið. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×