Körfubolti

Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grindvíkingar hafa unnið stóra sigra í íslensku íþróttalífi í gegnum árin.
Grindvíkingar hafa unnið stóra sigra í íslensku íþróttalífi í gegnum árin. Vísir/Stöð 2 Sport

Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga.

Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Fyrsti þátturinn var sýndur í opinni dagskrá klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Í fyrsta þætti var meðal annars farið stuttlega yfir stóru sigrana hjá körfuboltaliðum Grindavíkur, og þann sameiningarmátt sem íþróttir geta haft á bæjarlífið.

„Ef vel gengur þá bara mæta allir á leiki,“ segir einn Grindvíkingur í klippunni. „Svo smitast þetta einhvernveginn í leikskólana og grunnskólana. Það er úrslitakeppni framundan eða bikarleikir og þá er gulur dagur og allir mæta í gulu. Það er stemning í kringum þetta.“

Klippa: Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“

„Ég man alveg eftir því þegar við urðum Íslandsmeistarar og það var ball í festi. Það skipti engu máli hvaða aldur það var, það voru bara allir þarna. Hvort sem það var lítið barn eða fullorðið fólk. Samheldnin í þessu, þó þú kannski mætir ekki endilega á alla leiki, þá eru allir að fylgjast með,“ segir annar.

„Íþróttir skipta okkur bara ótrúlega miklu máli. Þetta er það sem við sækjum okkar „identity“ í. Við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær. Ég man eftir því þegar við vorum örugglega ekki meira en 2500 manna bæjarfélag og þá vorum við með lið í efstu deild bæði í körfu og fótbolta.“

„Þetta er bara það sem við gerum. Íþróttir og fiskur og svo núna ferðaþjónustan ofan á það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×