Körfubolti

Meiddist eftir að­eins eina sekúndu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Schutte var heldur betur óheppinn í jólaleiknum í sænsku deildinni.
Kevin Schutte var heldur betur óheppinn í jólaleiknum í sænsku deildinni. Getty/Benjamin Solomon

Kvöldið var mjög stutt hjá bandaríska körfuboltamanninum Kevin Schutte í leik um helgina.

Schutte var að spila með Södertälje á móti Borås í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Hann entist þó aðeins í eina sekúndu í þessum leik. Schutte meiddi sig nefnilega í uppkastinu og gat ekki tekið frekari þátt í leiknum.

Schutte snéri sig illa þegar hann lenti. Hann lá eftir á gólfinu og stöðva þurfti leikinn.

Hann fékk skráða á sig tvær spilaðar sekúndur á tölfræðiblaðinu.

Liðsfélagar hans í Södertälje tókst engu að síður að landa sigri án hans en liðið vann leikinn naumlega 60-57.

Nicholas Spires kom sterkur inn af bekknum í forföllum Schutte og var með 17 stig og 57 prósent skotnýtingu.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×