Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:05 Boeing 737-800 vél hollenska flugfélagsins KML var á leið frá Osló til Amsterdam áður en gripið var til nauðlendingar. Myndin er úr safni. Getty/Nicolas Economou Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina. Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega. Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Bilun í vökvabúnaði vélarinnar leiddi til þess að henni var nauðlent á laugardagskvöldið að því er norski miðillin VG greinir frá. 182 voru um borð í vélinni en engann sakaði en flugmenn höfðu tilkynnt um reyk frá vinstri hreyfli og misstu stjórn á vélinni eftir nauðlendingu með þeim afleiðingum að vélin hafnaði á grasi utan flugbrautarinnar. Viðbragðsaðilar mættu fljótt á vettvang en betur fór en á horfðist að því er fram kemur í umfjöllun blaðsins en um klukkan tíu í gærkvöldi höfðu allir farþegar verið ferjaðir úr vélinni, heilir á húfi, aftur í flugstöðina. „Eftir lendingu náðum við ekki að stjórna vélinni, hún sveigði til hægri og við gátum ekki stöðvað hana,“ má heyra annan flugstjóra vélarinnar segja á upptöku úr samskiptakerfi. Segir of snemmt að draga ályktanir um tengsl við önnur slys Í dag greinir VG frá því að Avinor, ríkisfyrirtækið sem annast rekstur flugvalla í Noregi, hafi staðfest að partur úr vélinni hafi fundist á flugbrautinni í Osló. Ekki hefur komið fram að svo stöddu um hvers konar hlut úr vélinni er að ræða, KLM hefur málið til rannsóknar en talsmaður fyrirtækisins vildi ekki tjá sig um það í samtali við VG. Þá segir fyrtækið að að svo stöddu sé ekki tímabært að setja atvikið í samhengi við önnur nýleg flugatvik sem varða vélar af sömu gerð, Boeing 737-800. Rannsóknarvinna sé enn í fullum gangi og því ótímabært að draga nokkrar ályktanir um slíkt. Vélin sem um ræðir er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina þar sem 179 létust. Þarlend stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis, allar Boeing 737-800s vélar verði skoðaðar sértaklega.
Noregur Fréttir af flugi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira