Angus MacInnes er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 10:20 Angus MacInnes í hlutverki Jon Vander ásamt Carrie Fisher í hlutverki Leiu Geimgengils þar sem þau eru að undirbúa árás á Helstirnið. 20th Century Fox Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips. Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Fjölskylda MacInnes greindi frá andláti hans á opinberri læksíðu leikarans á Facebook. Þar kemur fram að hann hafi látist friðsællega umkringdur fjölskyldu sinni á þorláksmessu. Ekki kemur fram hver orsök andlátsins var. MacInnes fæddist 27. október 1947 í borginni Windsor í Ontario í Kanada. Fyrsta hlutverk hans á stóra skjánum var smávægileg rulla í dystópíu-íþróttamyndinni Rollerball. Aðeins tveimur árum síðar landaði hann sínu þekktasta hlutverki sem Jon „Dutch“ Vander í Stjörnustríði árið 1977. Költfígúra meðal aðdáenda Persónan sem gekk einnig undir nafninu „Gullni leiðtogi“ var einn af flugmönnum uppreisnarhersins sem tóku þátt í og létust við að eyðileggja Helstirnið. Rulla MacInnes var ekki stór en hann var þrátt fyrir það í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Stjörnustríðsmyndanna og var tíður gestur á ráðstefnum í tengslum við myndirnar. Rödd hans var síðan aftur notuð í myndinni Rogue One: A Star Wars Story árið 2016. MacInnes lék í um fjörutíu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði um fjóra áratugi. Auk fyrrnefndra mynda lék hann einnig í Witness árið 1985 sem spillti lögregluþjónninn Fergie, sem hokkíspilarinn Jean LaRose í grínmyndinni Strange Brew og í smærri hlutverkum í Superman II, Hellraiser II, Judge Dredd, Eyes Wide Shut, Hellboy og Captain Phillips.
Andlát Star Wars Kanada Hollywood Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira