Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 16:24 Tíminn hefur ekki hægt mikið á LeBron James. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. Hann er á tuttugasta og öðru tímabilinu í NBA en segist eiga nóg eftir, ef hann svo kýs. LeBron hefur fagnað ótal afrekum á sínum langa ferli og verður síðar í dag þrítugasti og annar leikmaðurinn til að spila í NBA eftir að hafa orðið fertugur. Það gerir hann gegn sínu heimaliði Cleveland Cavaliers. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ef ég virkilega vildi, þá gæti ég spilað á þessu getustigi í – það er skrítið að segja það, en örugglega önnur fimm til sjö ár. En ég ætla ekki að gera það,“ sagði LeBron sem ætlar ekki að hætta tilneyddur. Lebron James: “ If I wanted to, I could play this game at a high level for another 5 to 7 years 😳” Question by @DanWoikeSports pic.twitter.com/DCAjf9kZUc— Jordan Richard (@JordanRichardSC) December 30, 2024 Hann hefur mikið fyrir sér og er enn að afkasta mikið inni á vellinum. Með 23,5 stig á 49,6 prósent skotnýtingu, 9 stoðsendingar og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins misst af þremur leikjum það sem af er. Lið hans, Los Angeles Lakers, er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar með átján sigra og þrettán töp. 40 PLAYS FOR LEBRON'S 40th BIRTHDAY 🥳The best so far from @KingJames' special career... pic.twitter.com/YouOWlIeUg— NBA (@NBA) December 30, 2024 Markmið hans um að spila með syni sínum náðist í opnunarleik tímabilsins. „Ég mætti í deildina sem átján ára leikmaður og sit núna sem fertugur reynslubolti með tvítugum syni mínum. Það er frekar töff.“ LeBron sagði Lakers ekki lið sem gæti keppt um NBA titilinn að svo stöddu, en það væri jákvætt því þá væri mikið rými til bætinga. Hann segist heldur ekki ætla sér að spila fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur og ef það gerist að Lakers vinna titilinn í vor og hann ákveður að hætta, mun hann aldrei snúa aftur á völlinn. 22 YEARS IN THE NBA.40 YEARS OF LIFE.HAPPY 40TH BIRTHDAY TO THE KING, LEBRON JAMES! 👑 pic.twitter.com/dHTlZwaqDJ— NBA (@NBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
LeBron hefur fagnað ótal afrekum á sínum langa ferli og verður síðar í dag þrítugasti og annar leikmaðurinn til að spila í NBA eftir að hafa orðið fertugur. Það gerir hann gegn sínu heimaliði Cleveland Cavaliers. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, ef ég virkilega vildi, þá gæti ég spilað á þessu getustigi í – það er skrítið að segja það, en örugglega önnur fimm til sjö ár. En ég ætla ekki að gera það,“ sagði LeBron sem ætlar ekki að hætta tilneyddur. Lebron James: “ If I wanted to, I could play this game at a high level for another 5 to 7 years 😳” Question by @DanWoikeSports pic.twitter.com/DCAjf9kZUc— Jordan Richard (@JordanRichardSC) December 30, 2024 Hann hefur mikið fyrir sér og er enn að afkasta mikið inni á vellinum. Með 23,5 stig á 49,6 prósent skotnýtingu, 9 stoðsendingar og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins misst af þremur leikjum það sem af er. Lið hans, Los Angeles Lakers, er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar með átján sigra og þrettán töp. 40 PLAYS FOR LEBRON'S 40th BIRTHDAY 🥳The best so far from @KingJames' special career... pic.twitter.com/YouOWlIeUg— NBA (@NBA) December 30, 2024 Markmið hans um að spila með syni sínum náðist í opnunarleik tímabilsins. „Ég mætti í deildina sem átján ára leikmaður og sit núna sem fertugur reynslubolti með tvítugum syni mínum. Það er frekar töff.“ LeBron sagði Lakers ekki lið sem gæti keppt um NBA titilinn að svo stöddu, en það væri jákvætt því þá væri mikið rými til bætinga. Hann segist heldur ekki ætla sér að spila fyrir annað lið áður en ferlinum lýkur og ef það gerist að Lakers vinna titilinn í vor og hann ákveður að hætta, mun hann aldrei snúa aftur á völlinn. 22 YEARS IN THE NBA.40 YEARS OF LIFE.HAPPY 40TH BIRTHDAY TO THE KING, LEBRON JAMES! 👑 pic.twitter.com/dHTlZwaqDJ— NBA (@NBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti