Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar 1. janúar 2025 09:01 Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis. Það hefur orðið sífellt vinsælla hjá fólki um allan heim að taka áfengisneyslu sína til endurskoðunar í janúarmánuði og taka meðvitaða ákvörðun um að sleppa áfengisdrykkju um lengri eða skemmri tíma. Hjá sumum kann það að byggjast á þreytu eftir óvenju mikla áfengisdrykkju í kringum nýliðin jól og áramót. Hjá sumum liður í að bæta heilsuna eða koma betra standi á fjármálin með því að spara við sig það sem helst má missa sín. Hjá öðrum er áfengið farið að trufla daglegt líf og samskipti og einfaldlega standa í vegi fyrir að lífinu sé lifað til fulls. Undanfarin ár hafa samtökin Fræðsla og forvarnir, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og IOGT á Íslandi staðið að verkefninu Þurr janúar. Markmið verkefnisins er að veita þeim stuðning sem vilja taka áfengisneyslu sína til skoðunar og/eða ná betri stjórn á drykkju sinni. Á bak við verkefnið er sérstök vefsíða, www.eiginheilsa.is, með ýmsum gagnlegum upplýsingum og góðum ráðum, einnig fésbókarsíða og aðgangur að smáforriti sem auðveldar fólki að ná tilætluðum árangri. Í könnun sem samtökin létu gera í mars 2024 var meðal annars spurt um þátttöku fólks í Þurrum janúar. Þar sögðust hvorki meira né minna en 16 % aðspurðra (18 ára og eldri) hafa tekið þátt í Þurrum janúar það ár, 14% karla og 18% kvenna. Mest var þátttakan í aldurshópnum 18-29 ára, en í honum sögðust 24% hafa tekið þátt í Þurrum janúar. Áfengi er heilsuspillandi og í raun og veru telur hver dagur sem áfengisneyslu er sleppt. Þeir sem gefa líkamanum samfellt frí frá áfengi, jafnvel einungis í einn mánuð, lýsa ýmsum jákvæðum áhrifum af því. Meðal þess er að blóðsykur hefur lækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað, svefninn hefur batnað, fólk hefur lést og orðið orkumeira. Svo kostar sopinn sitt. Margir hafa einnig þá reynslu að eftir tímabundið bindindi hafi þeim tekist að núllstilla áfengisneyslu sína og náð betri tökum á henni til lengri tíma og endurmeta viðhorf sitt til áfengis. Eigi til dæmis auðveldara með að afþakka áfengi eða hætta neyslu þegar þeim hefur þótt nóg komið. Eða sleppa því alveg að drekka við ákveðnar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka þátt í Þurrum janúar hefur fólki tekist að breyta áfengisneyslu sinni til betri vegar, ýmist með því að hætta alveg drykkju eða drekka minna og sjaldnar yfir árið í heild. Að taka þátt í Þurrum janúar er einföld leið til að gera eitthvað jákvætt fyrir heilsu sína, temja sér nýjar venjur og ná betri stjórn á lífi sínu. Hvort sem tilgangurinn er að spara útgjöld, bæta heilsuna eða einfaldlega prófa eitthvað nýtt, er þátttaka í Þurrum janúar tækifæri til að endurskoða og endurnýja. Hver veit? Þú gætir jafnvel fundið að þú nýtur lífsins betur án áfengis. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna (FRÆ), félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun