Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 07:33 Lögreglumenn athafna sig á vettvangi skotárásarinnar Í Cetinje í Svartfjallalandi á nýársdag. Cetinje er smábær um 36 kílómetra vestur af höfuðborginni Podgorica. AP/Risto Bozovic Karlmaður á fimmtugsaldri sem skaut tólf manns til bana í smábæ í Svartfjallalandi á nýársdag svipti sig lífi eftir að lögreglumenn króuðu hann af. Forsætisráðherra landsins segir til greina koma að banna skotvopn í landinu í kjölfar fjöldamorðsins. Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf. Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf.
Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira