Körfubolti

Fót­brotnaði í NBA leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaden Ivey var mjög óheppinn í leik með Detroit Pistons á dögunum og spilar ekki körfubolta á næstunni. Hann hefur spilað vel í vetur en þarf nú að einbeita sér að erfiðri endurhæfingu til að geta snúið aftur inn á gólfið.
Jaden Ivey var mjög óheppinn í leik með Detroit Pistons á dögunum og spilar ekki körfubolta á næstunni. Hann hefur spilað vel í vetur en þarf nú að einbeita sér að erfiðri endurhæfingu til að geta snúið aftur inn á gólfið. Getty/Gregory Shamus

Körfuboltamaðurinn Jaden Ivey meiddist mjög illa á fæti í leik Detroit Pistons og Orlando Magic í NBA deildinni.

Nú er komið í ljós að hinn 22 ára gamli Ivey fótbrotnaði en sperrileggurinn í vinstri fæti fór í sundur.

Ivey lenti í samstuði við Cole Anthony eftir að Anthony hafði runnið og lent á honum.

Ivey var ekki aðeins sárþjáður heldur var Anthony einnig sleginn vegna atviksins. Leikmenn beggja liða komu til að hughreysta þá en þeir áttu sumir líka erfitt með sig enda þetta ekki falleg sjón.

Það var strax ljóst að Ivey var mikið meiddur og starfsmenn Detroit Pistons héldu upp handklæðum til að hlífa áhorfendum, bæði heima í stofu sem og á vellinum, við þessum ljótu senum.

Ivey var fluttur í burtu á börum og myndataka sýndi síðan alvarleika meiðslanna.

Ivey er á sínu þriðja ári í deildinni en hann er að spila vel og var með 17,6 stig, 4,1 frákast og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Ivey mun missa næstum því af öllu tímabilinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×